Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 44
42
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
og sóun á almannafé að ræða. Nokkurrar óánægju gætti líka í röðum
sjálfstæðismanna með það, að flokkurinn hefði ekki staðið við ýmis
fyrirheit sín. Til dæmis hafði flokkurinn gagnrýnt Framkvæmdastofn-
un ríkisins, sem vinstri stjórnin kom á fót, harðlega fyrir kosningar,
en eftir kosningar settust þingmenn þar í stjórnunarstöður. Hitt mátu
menn til dæmis síður, að Geir hafði í stefnuræðu sinni haustið 1977
boðað aukið frelsi í gjaldeyrismálum, sem hrint var í framkvæmd
nokkur næstu ár.
Geir Hallgrímsson fékk nokkra vísbendingu um þau óveðursský,
sem voru að hrannast upp á himni stjórnmálanna, í prófkjöri sjálf-
stæðismanna fyrir þingkosningarnar. Þar lenti Albert Guðmundsson
í efsta sæti, sem Geir hafði skipað áður. Albert hlaut 7.475 atkvæði,
77,7%, Geir 7.053 atkvæði, 71,4%, en næst komu Ragnhildur Helga-
dóttir og Ellert B. Schram. Gunnar Thoroddsen lenti í fimmta sæti
og nýr maður, Friðrik Sophusson, í hinu sjötta, en þeir Guðmundur
H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson færðust niður. Sá háttur var
hafður á, að krossað var við nöfn frambjóðenda á sérstökum lista, en
ekki merkt við, í hvaða sæti þátttakendur vildu hafa frambjóðendur,
og hafði nokkur hópur andstæðinga Geirs bundist samtökum um að
krossa ekki við hann, en stuðningsmenn Geirs krossuðu á hinn bóg-
inn nrargir við þá Albert Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen til
þess að tryggja einingu út á við. Albert vék ekki úr fyrsta sætinu fyrir
formanni flokksins, eins og Geir hafði gert fyrir Jóhanni Hafstein ár-
ið 1971, enda mun ekki hafa verið eftir því leitað.
í borgarstjórnarkosningunum 28. maí 1978 gerðist það, sem aldrei
hafði gerst áður í sögu Sjálfstæðisflokksins, að hann missti meirihlut-
ann í borgarstjórn Reykjavíkur. Enginn vafi er á því, eins og sá er
þetta ritar benti á í grein í Morgunblaðinu 31. maí 1978, að þessi ósig-
ur var að mestu leyti vegna óvinsælda ríkisstjórnarinnar, en ekki
vegna óánægju með störf Birgis Isleifs Gunnarssonar borgarstjóra og
annarra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. í þingkosningunum mán-
uði síðar, 25. júní, tapaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan miklu og fékk
hann þá lægsta hlutfall, sem hann hafði nokkurn tíma fengið, 32,7%.
Margt bendir til að útkoman hefði orðið enn dapurlegri ef borgar-
stjórnaráfallið hefði ekki áður dunið yfir. Fékk flokkurinn 20 þing-
menn, missti fimm þingsæti. Til þess að sýna úrslitin í réttu ljósi má
benda á, að þeir tveir flokkar, sem kenndu sig við sósíalisma, Al-
þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn, höfðu fyrir kosningar saman-