Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 39
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
37
raunir til að endurreisa vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar með þátt-
töku Alþýðuflokksins myndaði Geir Hallgrímsson stjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks. Valið var um tvo kosti. Að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði forsætisráðuneytið og jafnmörg ráðuneyti og
samstarfsflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn hefði forsætisráðu-
neytið og einhverjum ráðuneytum færra en Sjálfstæðisflokkurinn.
Stóðu Sjálfstæðisflokknum til dæmis til boða utanríkisráðuneytið og
viðskiptaráðuneytið. Vildu sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar
á meðal Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson og Sverrir Her-
mannsson, taka þennan síðari kost og láta þá af hendi forsætisráðu-
neytið. Geir Hallgrímsson hafði sjálfur ekki lagt áherslu á það að
verða forsætisráðherra, en Jóhann Hafstein, sem sat þá enn á þingi,
tók af skarið. Kvað Jóhann ekki annað koma til mála en að Sjálf-
stæðisflokkurinn færi með stjórnarforystu eftir stórsigur í kosningun-
um og afdráttarlausa vantraustsyfirlýsingu kjósenda um vinstri
stjórnina. Þingflokkurinn samþykkti fyrri kostinn, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði forsæti stjórnarinnar og einhverjum ráðuneytum
færra fyrir vikið, með 15 atkvæðum gegn 10.
Þegar samkomulag hafði tekist við Framsóknarflokkinn, voru
greidd atkvæði um það í þingflokki sjálfstæðismanna, hverjir skyldu
verða ráðherrar. Geir hlaut 22 atkvæði, Matthías Bjarnason 22 at-
kvæði, Matthías Á. Mathiesen 17 atkvæði og Gunnar Thoroddsen 16
atkvæði. Ingólfur Jónsson varð næstur því að hljóta kjör með 13 at-
kvæði, og féll honum óneitanlega miður að verða ekki ráðherra.
Geir Hallgrímsson varð forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar og fór
einnig með málefni Hagstofunnar, Matthías Á. Mathiesen varð fjár-
málaráðherra, Matthías Bjarnason sjávarútvegs-, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra og Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og félags-
málaráðherra. Fjórir framsóknarmenn sátu í stjórninni, þeir Ólafur
Jóhannesson viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráðherra, Einar Ágústs-
son utanríkisráðherra, Halldór E. Sigurðsson landbúnaðar- og sam-
gönguráðherra og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra.
Tók ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar við 28. ágúst 1974. Geir Hall-
grímsson gerði ekki sjálfur tillögu um hverjir skyldu gegna ráðherra-
embætti, heldur fór fram eins konar almenn vinsældakosning. Þessi
aðferð Geirs var umdeilanleg og verður ekki skilin nema í ljósi
ástands innan flokksins og togstreitu á milli forystumanna hans.
Talið er líklegt að Geir hafi hvorki viljað stinga upp á að Gunnar