Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 39

Andvari - 01.01.1994, Side 39
andvari GEIR HALLGRÍMSSON 37 raunir til að endurreisa vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar með þátt- töku Alþýðuflokksins myndaði Geir Hallgrímsson stjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Valið var um tvo kosti. Að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði forsætisráðuneytið og jafnmörg ráðuneyti og samstarfsflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn hefði forsætisráðu- neytið og einhverjum ráðuneytum færra en Sjálfstæðisflokkurinn. Stóðu Sjálfstæðisflokknum til dæmis til boða utanríkisráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Vildu sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson og Sverrir Her- mannsson, taka þennan síðari kost og láta þá af hendi forsætisráðu- neytið. Geir Hallgrímsson hafði sjálfur ekki lagt áherslu á það að verða forsætisráðherra, en Jóhann Hafstein, sem sat þá enn á þingi, tók af skarið. Kvað Jóhann ekki annað koma til mála en að Sjálf- stæðisflokkurinn færi með stjórnarforystu eftir stórsigur í kosningun- um og afdráttarlausa vantraustsyfirlýsingu kjósenda um vinstri stjórnina. Þingflokkurinn samþykkti fyrri kostinn, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði forsæti stjórnarinnar og einhverjum ráðuneytum færra fyrir vikið, með 15 atkvæðum gegn 10. Þegar samkomulag hafði tekist við Framsóknarflokkinn, voru greidd atkvæði um það í þingflokki sjálfstæðismanna, hverjir skyldu verða ráðherrar. Geir hlaut 22 atkvæði, Matthías Bjarnason 22 at- kvæði, Matthías Á. Mathiesen 17 atkvæði og Gunnar Thoroddsen 16 atkvæði. Ingólfur Jónsson varð næstur því að hljóta kjör með 13 at- kvæði, og féll honum óneitanlega miður að verða ekki ráðherra. Geir Hallgrímsson varð forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar og fór einnig með málefni Hagstofunnar, Matthías Á. Mathiesen varð fjár- málaráðherra, Matthías Bjarnason sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og félags- málaráðherra. Fjórir framsóknarmenn sátu í stjórninni, þeir Ólafur Jóhannesson viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráðherra, Einar Ágústs- son utanríkisráðherra, Halldór E. Sigurðsson landbúnaðar- og sam- gönguráðherra og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Tók ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar við 28. ágúst 1974. Geir Hall- grímsson gerði ekki sjálfur tillögu um hverjir skyldu gegna ráðherra- embætti, heldur fór fram eins konar almenn vinsældakosning. Þessi aðferð Geirs var umdeilanleg og verður ekki skilin nema í ljósi ástands innan flokksins og togstreitu á milli forystumanna hans. Talið er líklegt að Geir hafi hvorki viljað stinga upp á að Gunnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.