Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 132

Andvari - 01.01.1994, Page 132
130 GUNNAR KARLSSON ANDVARI koma nokkur viðburðarík ár þegar konur ryðja sér til rúms í bæjarstjórn Reykjavíkur, öðlast jafnrétti til skólagöngu og embætta og kosningarétt til Alþingis. Pær gangast líka fyrir byggingu Landspítala, og í tengslum við það mál koma upp á yfirborðið erfið ágreiningsmál um störf og stefnu kvenréttindasamtaka eftir að grundvallarmannréttindum er náð. Á þessu skeiði fjallar bókin um meginatriði kvenréttindabaráttu í málefnasniði. Síð- ar eru nokkrir kaflar um einstök verkefni svo sem Vinnumiðstöð kvenna, Mæðrastyrksnefnd, Mæðrafélagið, launamál, skattamál, tryggingamál, út- gáfustarfsemi og fjármál félagsins. Annars er bókin frásögn af hverjum landsfundinum eftir annan, yfirlitskaflar um félagsstarfið á ákveðnum tíma- bilum, æviágrip formanna félagsins og yfirlit um samtök og stofnanir sem félagið hefur átt aðild að. Mörgu áhugaverðu og mikilvægu er þar hreyft, en skipulagning efnisins stendur í vegi fyrir að skýrar meginlínur í sögu kvenréttindabaráttunnar komi í ljós. Upplýsingar um meginatriði eins og fjölda félagskvenna og skipulag samtakanna eru til dæmis dreifðar um alla bók og nægja tæpast til að skapa samfellda heildarmynd þótt þeim sé safn- að saman. Afskipti af einstökum málum verða líka vandfundin með þessu móti. Ekki bætir úr að engin atriðisorðaskrá er í bókinni, þótt mikla hjálp megi hafa af skrá um viðfangsefni landsfunda á bls. 472-74. Þá verður mjög útundan sú kvenréttindabarátta sem ekki var háð á vettvangi Kvenrétt- indafélagsins, svo að bókin reynist standa illa við það fyrirheit formálans að fjalla almennt um kvenréttindabaráttu þessarar aldar. Sérkennilegasta og umsvifamesta framtak íslensku kvenréttindahreyfingarinnar, Samtök um kvennalista, eru þannig varla nefnd. Ég kenni þessa annmarka hógværð höfundar. Sigríður lætur landsfundi félagsins og formannaskipti ráða skipulagi verks síns að miklu leyti en tek- ur sér ekki myndugleika til að gera það sjálf. Tengsl við almenna þjóðarsögu verða líka oft helst til rýr vegna þess hvað höfundur heldur sig strangt við heimildir sem hafa orðið til á vett- vangi Kvenréttindafélagsins. Stofnunarsöguhöfundur er hér í sama vanda og ævisöguhöfundur: starf stofnunarinnar snertir ævinlega margt sem gerð- ist utan hennar, og sé þessi snerting ekki skýrð og greind verður sumt torskilið í stofnunarsögunni. Á fyrsta landsfundi Kvenréttindafélagsins, 1923, „voru fundarkonur á einu máli um að heimilum mætti ekki ætla meiri fræðslu en þá átti sér stað, eða til 10 ára aldurs . . .“ (152) Lesendur skilja ekki hvers vegna í ósköpunum konurnar voru að tjá sig um þetta, sé þeim ekki sagt að árið áður hafði komið fram og hlotið verulegt fylgi á Alþingi frumvarp um að fresta framkvæmd barnafræðslulaganna frá 1907 og leggja á heimilin og prestana ábyrgð á allri barnafræðslu til fermingaraldurs.4 í frásögn af Menningar- og minningarsjóði kvenna eru taldir upp styrkir úr sjóðnum (222): „Árið 1979 voru enn veittir tveir styrkir, annar 200 þúsund
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.