Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 88
86
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
hafa mikil og slæm áhrif í Hull, Grimsby og Fleetwood. Erfitt yrði að bæta
úr þar sem flestir togararnir væru of litlir til að sækja á fjarlægari mið og
væri því aðeins um tvennt að ræða: Að sækja á heimamið, sem þegar væru
ofveidd, eða að leggja skipunum en það myndi valda stórfelldu atvinnu-
leysi meðal sjómanna. Jafnframt gat Croft Baker þess, að færðu íslendingar
landhelgina út, myndi þeim vafalaust verða mismunað í breskum höfnum.'s
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar á fundinum virðast hafa reynt að sefa útgerð-
armenn oj* sjávarútvegsráðherrann benti á þrjú atriði, sem væru Bretum
andstæð. I fyrsta lagi væru þeir í erfiðri aðstöðu vegna niðurstöðu alþjóða-
dómstólsins í bresk-norsku deilunni. í öðru lagi legði Atlantshafsbanda-
lagið mikla áherslu á að halda góðum samskiptum við íslendinga vegna
hernaðarlegs mikilvægis landsins, og í þriðja lagi væru kommúnistar öflugir
á íslandi og myndu vafalaust grípa hvert tækifæri sem gæfist til að auka
andúð á Bretum. Þetta virðist þó ekki hafa dugað til að sannfæra útgerðar-
menn og Croft Baker lýsti þeirri skoðun sinni, að markmið íslendinga væri
ekki að vernda fiskstofnana heldur að auka eigin útflutning til Bandaríkj-
anna, en Bretar voru einmitt nýbyrjaðir að selja fisk þangað. Af þeim sök-
um lagði hann til, að vildu íslendingar ekki semja, skyldu Bretar hætta við
öll áform um aukið innflutningsfrelsi, en taka aftur upp innflutningskvóta á
fiski og setja á innflutningstolla.w
Fulltrúar bresks sjávarútvegs beittu vitaskuld öllum þeim rökum sem
þeir gátu og sterkasta vopn þeirra var að hóta löndunarbanni á íslensk
skip. Það virðist hins vegar ekki hafa valdið íslendingum miklum áhyggjum
og 19. mars 1952 gaf sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð um fjögurra sjó-
mílna landhelgi, sem taka átti gildi 15. maí. Tveim dögum áður sendi utan-
ríkisráðherra Islands breska sendiherranum í Reykjavík orðsendingu, þar
sem sjónarmið Islendinga í málinu voru skýrð. Þar sagði m.a. að íslenskum
togurum yrði bannað að veiða innan nýju landhelginnar engu síður en út-
lendum, og því myndi hugsanlegt Iöndunarbann í Bretlandi fyrst og fremst
bitna á þeim íslendingum, sem hefðu orðið fyrir tjóni vegna útfærslunnar.
Sú staðreynd, að íslenskir togarar yrðu látnir sitja við sama borð og er-
lendir í þessu efni, sýndi hins vegar glöggt, hve mikla áherslu íslenska ríkis-
stjórnin legði á þetta mál.40
Með því að banna íslenskum togurum veiðar innan fjögurra mílna mark-
anna, sýndu íslensk stjórnvöld, svo ekki varð um villst, að friðun fiskstofn-
anna var meginmarkmiðið með útfærslunni. Það styrkti tvímælalaust stöðu
Islendinga og raunar gátu erlendar ríkisstjórnir lítið gert annað en að mót-
mæla. Það gerði breska ríkisstjórnin með orðsendingu, sem dagsett var 2.
maí 1952, og sama dag bárust mótmæli frá ríkisstjórn Belgíu. Hollendingar
mótmæltu viku síðar og Vestur-Þjóðverjar um haustið en tilraunir Breta til