Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 88

Andvari - 01.01.1994, Síða 88
86 JÓN Þ. ÞÓR ANDVARI hafa mikil og slæm áhrif í Hull, Grimsby og Fleetwood. Erfitt yrði að bæta úr þar sem flestir togararnir væru of litlir til að sækja á fjarlægari mið og væri því aðeins um tvennt að ræða: Að sækja á heimamið, sem þegar væru ofveidd, eða að leggja skipunum en það myndi valda stórfelldu atvinnu- leysi meðal sjómanna. Jafnframt gat Croft Baker þess, að færðu íslendingar landhelgina út, myndi þeim vafalaust verða mismunað í breskum höfnum.'s Fulltrúar ríkisstjórnarinnar á fundinum virðast hafa reynt að sefa útgerð- armenn oj* sjávarútvegsráðherrann benti á þrjú atriði, sem væru Bretum andstæð. I fyrsta lagi væru þeir í erfiðri aðstöðu vegna niðurstöðu alþjóða- dómstólsins í bresk-norsku deilunni. í öðru lagi legði Atlantshafsbanda- lagið mikla áherslu á að halda góðum samskiptum við íslendinga vegna hernaðarlegs mikilvægis landsins, og í þriðja lagi væru kommúnistar öflugir á íslandi og myndu vafalaust grípa hvert tækifæri sem gæfist til að auka andúð á Bretum. Þetta virðist þó ekki hafa dugað til að sannfæra útgerðar- menn og Croft Baker lýsti þeirri skoðun sinni, að markmið íslendinga væri ekki að vernda fiskstofnana heldur að auka eigin útflutning til Bandaríkj- anna, en Bretar voru einmitt nýbyrjaðir að selja fisk þangað. Af þeim sök- um lagði hann til, að vildu íslendingar ekki semja, skyldu Bretar hætta við öll áform um aukið innflutningsfrelsi, en taka aftur upp innflutningskvóta á fiski og setja á innflutningstolla.w Fulltrúar bresks sjávarútvegs beittu vitaskuld öllum þeim rökum sem þeir gátu og sterkasta vopn þeirra var að hóta löndunarbanni á íslensk skip. Það virðist hins vegar ekki hafa valdið íslendingum miklum áhyggjum og 19. mars 1952 gaf sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð um fjögurra sjó- mílna landhelgi, sem taka átti gildi 15. maí. Tveim dögum áður sendi utan- ríkisráðherra Islands breska sendiherranum í Reykjavík orðsendingu, þar sem sjónarmið Islendinga í málinu voru skýrð. Þar sagði m.a. að íslenskum togurum yrði bannað að veiða innan nýju landhelginnar engu síður en út- lendum, og því myndi hugsanlegt Iöndunarbann í Bretlandi fyrst og fremst bitna á þeim íslendingum, sem hefðu orðið fyrir tjóni vegna útfærslunnar. Sú staðreynd, að íslenskir togarar yrðu látnir sitja við sama borð og er- lendir í þessu efni, sýndi hins vegar glöggt, hve mikla áherslu íslenska ríkis- stjórnin legði á þetta mál.40 Með því að banna íslenskum togurum veiðar innan fjögurra mílna mark- anna, sýndu íslensk stjórnvöld, svo ekki varð um villst, að friðun fiskstofn- anna var meginmarkmiðið með útfærslunni. Það styrkti tvímælalaust stöðu Islendinga og raunar gátu erlendar ríkisstjórnir lítið gert annað en að mót- mæla. Það gerði breska ríkisstjórnin með orðsendingu, sem dagsett var 2. maí 1952, og sama dag bárust mótmæli frá ríkisstjórn Belgíu. Hollendingar mótmæltu viku síðar og Vestur-Þjóðverjar um haustið en tilraunir Breta til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.