Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 73

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 73
andvari „AÐ LIFA MÖNNUM" 71 minnast þess hverjir kostuðu skólagöngu okkar lengsta hríð; ber okkur ekki einnig þar að gjalda torfalögin? Ekki skal borið við hér að setja fram neina einfalda reglu um hversu mikl- um hluta tíma síns háskólakennari eigi að verja til að upplýsa almenning um lærdóm fræða sinna; en ég hygg að færa megi að því sannfærandi sið- ferðileg rök, af því tagi sem ég hef þegar bryddað upp á, að sú skylda hans sé engin „umframskylda“ heldur knýjandi siðferðileg kvöð. Háskólakenn- arar eru embættismenn og ég vona að það þyki ekki of mikil fyrnska að minna á að orðið „embætti" er dregið af „ambátt“. Embættismaðurinn er vissulega ambátt eigin fræða og þeirrar stofnunar sem hann vinnur við, en hann er umfram allt ambátt samfélagsins, almennings í landinu. Aðeins með því að sjá sóma sinn í að gegna þeirri ambáttarskyldu, og ætla sér ekki aðra umbun en þá að einhver taki mark á orðum hans, getur háskóla- kennarinn vaxið yfir verk sín: orðið kennimaður en ekki aðeins „akta- skrifari“ sem miðar dagsverk sitt við stafa- og línufjölda, eins og Guð- mundur Finnbogason lýsti svo háðslega í Skírnisgrein árið 1913.22 Að lokum stenst ég ekki freistinguna að minna á þau orð Steins Elliða úr Vefaranum mikla að vitringurinn eigi um þrennt að velja: hvort hann vilji lifa sjálfum sér, guði eða mönnum. Háskólakennarar eiga að þjóna vísind- um, nemendum og sjálfum sér (og ef til vill guði almáttugum líka), en þeir eiga að mínum dómi að þjóna fólki í miklu víðari skilningi - eða eins og Steinn Elliði hefði orðað það: Að lifa mönnum. TILVÍSANIR * Þetta er aukin og endurbætt gerð erindis sem flutt var á málþingi kennslumálanefndar Háskóla íslands í Norræna húsinu, 22. janúar 1994, en þingið bar yfirskriftina: „Hvert er hlutverk háskólakennarans?“. 1 Sjá frekar í bók minni. Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992), bls. 217. 2 Oliver, R. Graham, „Does Moral Education Rest on a Mistake?“, Philosophy of Education: Proceedings, 47 (1991). Þessi grein er raunar ágætt dæmi um þá andlegu upp- dráttarsýki sem hlaupin er í fræðin er kenna sig við „heimspeki menntunar“ nú á dögum - en það er önnur saga. 3 „Af hverju er menntun eftirsóknarverð?", Ný menntamál, 4 (1) (1986), bein tilvitnun í bls. 10. 4 „Gagnsemi menntunar - og frelsið sem af henni hlýst“, Ný menntamál, 6 (1) (1988), bls. 19. 5 „Af hverju er menntun eftirsóknarverð?", bls. 10. 6 Skýra greinargerð fyrir og gagnrýni á innsæishyggju er m.a. að finna í bók Páls S. Ardals, Siðferði og mannlegt eðli (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1982), 2. kafla. 7 Áfangar II (Reykjavík: Helgafell, 1944), bls. 23. Þrátt fyrir þessi ummæli úr minningar- grein má efast um að Nordal hafi í raun verið fylgismaður „snasarkenningarinnar" um rannsóknir í þeim skilningi sem ég ljæ henni hér. A.m.k. er ljóst að hann var enginn sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.