Andvari - 01.01.1994, Side 73
andvari
„AÐ LIFA MÖNNUM"
71
minnast þess hverjir kostuðu skólagöngu okkar lengsta hríð; ber okkur
ekki einnig þar að gjalda torfalögin?
Ekki skal borið við hér að setja fram neina einfalda reglu um hversu mikl-
um hluta tíma síns háskólakennari eigi að verja til að upplýsa almenning
um lærdóm fræða sinna; en ég hygg að færa megi að því sannfærandi sið-
ferðileg rök, af því tagi sem ég hef þegar bryddað upp á, að sú skylda hans
sé engin „umframskylda“ heldur knýjandi siðferðileg kvöð. Háskólakenn-
arar eru embættismenn og ég vona að það þyki ekki of mikil fyrnska að
minna á að orðið „embætti" er dregið af „ambátt“. Embættismaðurinn er
vissulega ambátt eigin fræða og þeirrar stofnunar sem hann vinnur við, en
hann er umfram allt ambátt samfélagsins, almennings í landinu. Aðeins
með því að sjá sóma sinn í að gegna þeirri ambáttarskyldu, og ætla sér ekki
aðra umbun en þá að einhver taki mark á orðum hans, getur háskóla-
kennarinn vaxið yfir verk sín: orðið kennimaður en ekki aðeins „akta-
skrifari“ sem miðar dagsverk sitt við stafa- og línufjölda, eins og Guð-
mundur Finnbogason lýsti svo háðslega í Skírnisgrein árið 1913.22
Að lokum stenst ég ekki freistinguna að minna á þau orð Steins Elliða úr
Vefaranum mikla að vitringurinn eigi um þrennt að velja: hvort hann vilji
lifa sjálfum sér, guði eða mönnum. Háskólakennarar eiga að þjóna vísind-
um, nemendum og sjálfum sér (og ef til vill guði almáttugum líka), en þeir
eiga að mínum dómi að þjóna fólki í miklu víðari skilningi - eða eins og
Steinn Elliði hefði orðað það: Að lifa mönnum.
TILVÍSANIR
* Þetta er aukin og endurbætt gerð erindis sem flutt var á málþingi kennslumálanefndar
Háskóla íslands í Norræna húsinu, 22. janúar 1994, en þingið bar yfirskriftina: „Hvert er
hlutverk háskólakennarans?“.
1 Sjá frekar í bók minni. Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992),
bls. 217.
2 Oliver, R. Graham, „Does Moral Education Rest on a Mistake?“, Philosophy of
Education: Proceedings, 47 (1991). Þessi grein er raunar ágætt dæmi um þá andlegu upp-
dráttarsýki sem hlaupin er í fræðin er kenna sig við „heimspeki menntunar“ nú á dögum
- en það er önnur saga.
3 „Af hverju er menntun eftirsóknarverð?", Ný menntamál, 4 (1) (1986), bein tilvitnun í
bls. 10.
4 „Gagnsemi menntunar - og frelsið sem af henni hlýst“, Ný menntamál, 6 (1) (1988), bls. 19.
5 „Af hverju er menntun eftirsóknarverð?", bls. 10.
6 Skýra greinargerð fyrir og gagnrýni á innsæishyggju er m.a. að finna í bók Páls S. Ardals,
Siðferði og mannlegt eðli (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1982), 2. kafla.
7 Áfangar II (Reykjavík: Helgafell, 1944), bls. 23. Þrátt fyrir þessi ummæli úr minningar-
grein má efast um að Nordal hafi í raun verið fylgismaður „snasarkenningarinnar" um
rannsóknir í þeim skilningi sem ég ljæ henni hér. A.m.k. er ljóst að hann var enginn sjálf-