Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 155

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 155
ANDVARI UNG SKÁLD í ALDARBYRJUN 153 „kímnigáfa verið nær óþekkt fyrirbrigði í íslenskum bókmenntum.“ Um þá gáfu eru þó mörg dæmi, frá Þrymskviðu og Njálu, til Jónasar, Jóns Thor- oddsens og Gröndals. En fyndni Þórbergs er fersk, - hvernig skar hann sig frá eldri fyndnum höfundum? Lítt er reynt að svara því, enda er þá kannski farið að gera meiri kröfur til þessarar litlu bókar en sanngjarnt er. Þessi bók, Frumleg hreinskilni, er þannig fremur til að æsa upp sult í Þórbergslesendum en seðja hungur þeirra. Og það er nokkurs vert, vissu- lega er fengur að bókinni, það sem hún nær. Sumt er hér skráð eftir munn- legum heimildum, til dæmis skemmtileg frásögn Kristjáns Albertssonar í viðbæti. Mætti bók Helga M. Sigurðssonar verða til að ýta undir frekari kannanir á þessum sérstæða höfundi. Af nógu er að taka. II Undarlegt er líf mitt! Bréf Jóhanns Jónssonar skálds til sr. Friðriks A. Frið- rikssonar heitir bók sem Vaka-Helgafell gaf út 1992. - Það mun hafa þótt miklum tíðindum sæta þegar þessi bréfastafli fannst á háalofti á Húsavík. Jóhann er goðsögn í íslenskri ljóðlistarsögu aldarinnar, aðallega fyrir ljóðið Söknuð, en minningu skáldsins hefur Halldór Laxness einkum haldið á lofti. Svo vill raunar til að árið 1991 birtu tveir bókmenntafræðingar ítarleg- ar greinar um Jóhann í Skírni, Eysteinn Þorvaldsson og Ingi Bogi Bogason, og vitnuðu þar í allmargar áður ókunnar heimildir um skáldið, þar á meðal töluvert af bréfum. Bréfafundurinn á Húsavík hefði því mátt verða metn- aðarfullu forlagi tilefni til að ráða annan þessara fræðimanna til að semja ítarlega sögu Jóhanns, byggða á heimildarannsóknum. En Vaka-Helgafell valdi þá auðveldu leið að gefa bréfin til séra Friðriks út í hasti, með for- mála og stuttum skýringum sem Ingi Bogi Bogason hefur tekið saman. Bókin er raunar snoturt kver ásýndum, prýtt allmörgum ljósmyndum og vel úr garði gert. Hins vegar hljóta bréfin ein sér að gefa takmarkaðar upp- lýsingar og þarf að setja þau í samhengi, jafnt í ævi skáldsins sem almennri bókmennta- og menningarsögu tímabilsins. Bréf Jóhanns í bókinni eru skrifuð á árunum 1912-25 og spegla æskuvin- áttu tveggja manna. Þeir Jóhann og Friðrik uxu báðir úr grasi vestur í Ólafsvík og ræktu vináttu sína með bréfaskriftum eftir að leiðir skildi og hvor gekk sína götu í námi og starfi. Ingi Bogi gerir stutta grein fyrir ferli Jóhanns í formála sem hann kallar „Leitin endalausa“, en Sigurjón Jóhann- esson skrifar glögga og viðfelldna grein um viðtakanda bréfanna, séra Frið- rik A. Friðriksson, sem var gáfaður húmanisti og listrænn maður, lengst prestur á Húsavík og lést árið 1981. Jóhann Jónsson er eitt þeirra skammlífu skálda sem verða eins konar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.