Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 62

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 62
60 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI menn hann kunni best að meta, það voru þeir þrír formenn Sjálf- stæðisflokksins, sem hann hafði kynnst, Ólafur Thors, Bjarni Bene- diktsson og Jóhann Hafstein. Sá erlendi stjórnmálamaður samtím- ans, sem honum fannst mest til um, var Golda Meir, utanríkisráðherra og síðar forsætisráðherra ísraels. Sagði Geir með bros á vör, að Golda Meir hefði verið ófríðasta kona, sem hann hefði hitt á allri sinni ævi, en um leið ein sú geðfelldasta. En merkasta stjórnmálamann aldarinnar taldi Geir Winston Churchill, sem hann hefði haldið svo eindregið upp á ungur drengur, er hann varði mál- stað bandamanna gegn skólabræðrum sínum þýsksinnuðum. Geir Hallgrímsson var vinmargur maður og vinsæll. I vinahópi var Geir hrókur alls fagnaðar, og þar naut skopskyn hans sín vel og græskulaust gaman. Hann fylgdist jafnan með sínu gamla íþróttafé- lagi, Víkingi, af áhuga og góðvild. Geir starfaði lengi í Rotary-klúbbi Reykjavíkur, og minnast félagar hans þaðan hans sem góðs og glað- lynds félaga. Best leið Geir Hallgrímssyni þó í skauti fjölskyldu sinnar. Hann var mjög heimakær maður og frændrækinn. Mjög var gott með hon- um og systkinum hans, þeim Birni og Ingileif. Kona Geirs, Erna Finnsdóttir, stóð sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu; þau voru gestrisin heim að sækja, en án alls yfirlætis. Heimilið var athvarf Geirs og skjól. Elsta barn þeirra Geirs og Ernu er Hallgrímur, lög- fræðingur og stjórnarformaður Arvakurs hf., fæddur árið 1949 í Bandaríkjunum. Hann er kvæntur Aðalbjörgu Jakobsdóttur félags- fræðingi, og eiga þau eina dóttur. Næstelst er Kristín, sem fædd er 1951. Hún er bókasafnsfræðingur og gift dr. Frey Þórarinssyni jarð- eðlisfræðingi, og eiga þau tvo syni. Þriðji í röðinni er Finnur, sem fæddur er 1953. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði, en er nú forstjóri sælgætisgerðarinnar Nóa-Síríusar. Sambýliskona hans er Steinunn Þorvaldsdóttir, og eiga þau tvo syni. Yngst er Áslaug, fædd 1955, en hún lauk doktorsprófi í jarðfræði. Öll eru börn þeirra Geirs og Ernu hin mannvænlegustu, eins og þau eiga ætt til. Með Geir Hallgrímssyni gekk góður drengur, frelsisvinur, og um- fram allt heilsteyptur stjórnmálamaður. Hann gekk út í lífið eftir menntaskólaárin á lýðveldisdaginn 1944. Hann helgaði frjálslyndri og víðsýnni stefnu krafta sína. Hann féll frá 1. september 1990 og náði því að sjá múrana í kringum kennisetningarnar, sem hann hafði mesta andúð á, hrynja til grunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.