Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 101
ANDVARI
ÚR BERLÍNARDAGBÓK 1930
99
Eg minntist á þetta síðar við frú Kroner. Hún vildi ekki viðurkenna mun-
inn. Eg ætla síðar að skoða þessi málverk nánar. -
Um kvöldið eftir „Scala“ fórum við þrjú í „Haus Vaterland“, drukkum
tvær flöskur af víni í „Rínarsalnum“ og kaffi á eftir í „Tyrklandi“. Margt
bar á góma, en einkum hafði frú Kroner orðið. Seint var orðið þegar við
héldum heimleiðis. Við skemmtum okkur hið bezta, en dálítil þvingun mun
okkur hafa fundizt að frú Kroner, einkum fyrst. Allt leystist samt upp í
mesta vináttu flóð, og við kvöddumst með kærleika.
A miðvikudaginn var ég enn með þeim. Prinz hafði þá bætzt í hópinn. Við
skoðuðum fyrst Deutsches Museum, skurðlist miðalda, málverk og högg-
myndir. Þar er margt merkilegt: alvörusvipur kirkjualdarmanna, og stundum
ryðjast tilfinningar listamannsins fram undan aga aldarinnar, oft í glettni og
gamansemi eða jafnvel ófágaðri ástríðu. María mey fær búning aldarinnar.
Oft koma þeir lifandis ósköpum á sömu myndina og hvert smáatriði er
málað með stökustu nákvæmni. Við krossfesting Krists er ekki einungis
samankominn fjöldi manna, heldur einnig svín og geitur, og púkar reka þar
upp kollana. Ein mynd heitir „Dómsdagur“. Par er samankominn fjöldi
manna. Alls þorra þeirra bíða púkar, reiðubúnir að flytja þá til vítis. Síðan
er sýnt helvíti á aðra hönd og himnaríki á hina. í víti úir og grúir af mönn-
um píndum á allan mögulegan og ómögulegan hátt (svo að uppfyndningar-
gáfu hefur listamaðurinn átt frábæra). í himnaríki er fagurt landslag, með
vötnum, skógi og blómum, en sárafáir til að njóta þeirrar fegurðar. Menn
þurfa ekki lengi að bera saman myndirnar til að sjá, hvað himnaríki er til-
komuminna og leiðinlegra, sagði frú Kroner. Þá skoðuðum við einnig
Pergamon, það sem flutt er þaðan af gröfnum styttum og rekonstruerað er
altarið og hofið í borginni. - Við borðuðum öll í Humboldt-Haus, frú
Kroner yfirgaf okkur síðar, við Nóra lékum billiard og Prinz kjaftaði við
kunningja sinn. Því næst héldum við í austurbæinn, til Alexander-Platz og
gengum þaðan heim til mín og átum kvöldverð í miklum flýti, tókum bíl og
þeystum í leikhúsið, Deutsches Theater, og sáum Sommernachtstraum í
Auffúhrung Reinhardts. Mér þótti mjög til koma. Slík rómantík, slíkur
töfra- og ævintýrablær yfir öllu hrífur mann með inn í dýrðlegan heim
drauma og óska. Svo létt, svo bjart yfir öllu, enda þótt menn sé ekki látnir
fara á mis við ástríður, ótta, baráttu, allt að örvæntingu, sem nauðsynlegt er
til að gera lífið fjölskrúðugt og skemmtilegt: tilkomumikið. En allt birtir
upp í fögnuði, sól og sælu. Þetta er sumarnæturdraumur, spegilmynd heitra,
ljúfra, óljósra, mannlegra óska.
Fyrra hluta fimmtudagsins fóru Nóra og Prinz enn í Deutsches Museum.
Um kvöldið fórum við þrjú til bróður Nóru, síðan í leikhús, Stadt-theater
(Schauspielhaus) og sáum Götz von Berlichingen eftir uppkasti Goethe.
George lék Götz. Þrá hins unga Goethe eftir frelsi og afrekum, manngöfgi