Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 101

Andvari - 01.01.1994, Page 101
ANDVARI ÚR BERLÍNARDAGBÓK 1930 99 Eg minntist á þetta síðar við frú Kroner. Hún vildi ekki viðurkenna mun- inn. Eg ætla síðar að skoða þessi málverk nánar. - Um kvöldið eftir „Scala“ fórum við þrjú í „Haus Vaterland“, drukkum tvær flöskur af víni í „Rínarsalnum“ og kaffi á eftir í „Tyrklandi“. Margt bar á góma, en einkum hafði frú Kroner orðið. Seint var orðið þegar við héldum heimleiðis. Við skemmtum okkur hið bezta, en dálítil þvingun mun okkur hafa fundizt að frú Kroner, einkum fyrst. Allt leystist samt upp í mesta vináttu flóð, og við kvöddumst með kærleika. A miðvikudaginn var ég enn með þeim. Prinz hafði þá bætzt í hópinn. Við skoðuðum fyrst Deutsches Museum, skurðlist miðalda, málverk og högg- myndir. Þar er margt merkilegt: alvörusvipur kirkjualdarmanna, og stundum ryðjast tilfinningar listamannsins fram undan aga aldarinnar, oft í glettni og gamansemi eða jafnvel ófágaðri ástríðu. María mey fær búning aldarinnar. Oft koma þeir lifandis ósköpum á sömu myndina og hvert smáatriði er málað með stökustu nákvæmni. Við krossfesting Krists er ekki einungis samankominn fjöldi manna, heldur einnig svín og geitur, og púkar reka þar upp kollana. Ein mynd heitir „Dómsdagur“. Par er samankominn fjöldi manna. Alls þorra þeirra bíða púkar, reiðubúnir að flytja þá til vítis. Síðan er sýnt helvíti á aðra hönd og himnaríki á hina. í víti úir og grúir af mönn- um píndum á allan mögulegan og ómögulegan hátt (svo að uppfyndningar- gáfu hefur listamaðurinn átt frábæra). í himnaríki er fagurt landslag, með vötnum, skógi og blómum, en sárafáir til að njóta þeirrar fegurðar. Menn þurfa ekki lengi að bera saman myndirnar til að sjá, hvað himnaríki er til- komuminna og leiðinlegra, sagði frú Kroner. Þá skoðuðum við einnig Pergamon, það sem flutt er þaðan af gröfnum styttum og rekonstruerað er altarið og hofið í borginni. - Við borðuðum öll í Humboldt-Haus, frú Kroner yfirgaf okkur síðar, við Nóra lékum billiard og Prinz kjaftaði við kunningja sinn. Því næst héldum við í austurbæinn, til Alexander-Platz og gengum þaðan heim til mín og átum kvöldverð í miklum flýti, tókum bíl og þeystum í leikhúsið, Deutsches Theater, og sáum Sommernachtstraum í Auffúhrung Reinhardts. Mér þótti mjög til koma. Slík rómantík, slíkur töfra- og ævintýrablær yfir öllu hrífur mann með inn í dýrðlegan heim drauma og óska. Svo létt, svo bjart yfir öllu, enda þótt menn sé ekki látnir fara á mis við ástríður, ótta, baráttu, allt að örvæntingu, sem nauðsynlegt er til að gera lífið fjölskrúðugt og skemmtilegt: tilkomumikið. En allt birtir upp í fögnuði, sól og sælu. Þetta er sumarnæturdraumur, spegilmynd heitra, ljúfra, óljósra, mannlegra óska. Fyrra hluta fimmtudagsins fóru Nóra og Prinz enn í Deutsches Museum. Um kvöldið fórum við þrjú til bróður Nóru, síðan í leikhús, Stadt-theater (Schauspielhaus) og sáum Götz von Berlichingen eftir uppkasti Goethe. George lék Götz. Þrá hins unga Goethe eftir frelsi og afrekum, manngöfgi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.