Andvari - 01.01.1994, Síða 49
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
47
sérframboð sóknarmátt úr flokknum. Þá mæltist kosningastefnuskrá
flokksins, sem kynnt var undir kjörorðinu „Leiftursókn gegn verð-
bólgu‘\ misjafnlega fyrir. Þar var gert ráð fyrir því, að verðbólgan
hjaðnaði með snöggu átaki, nreð því að allt verðlag yrði fært niður,
en aðallega þó með lækkun ríkisútgjalda og minnkun fjárfestingar.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hagnýttu sér ótta almennings við
atvinnuleysi og töluðu um „leiftursókn gegn lífskjörum“. Margir
þingmenn flokksins töluðu líka af hálfum hug með stefnu flokksins.
Var það ekki til þess fallið að auka tiltrú hans og úrslitin í kosningun-
um urðu vonbrigði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35,4% atkvæða og 21
þingmann kjörinn. Eggert Haukdal náði kjöri, og ef atkvæði hans
voru talin með, var hlutfall flokksins 37,3% og þingmenn 22, sem var
nærri meðaltali flokksins.
XIII
Nú tók við tími mikillar óvissu. Alþýðuflokkurinn, sem hafði ásamt
Sjálfstæðisflokknum starfhæfan meirihluta eftir kosningarnar 1979,
áræddi ekki að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, og
lokuðu sumir forystumenn flokksins markvisst leiðum til þess. Þar
var mikilvægast, að við skiptingu þingmanna í deildir var þess ekki
gaett, að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu meirihluta í báð-
um deildum, eins og þeir gátu haft. Þess vegna var samsteypustjórn
þessara flokka í raun útilokuð. Framsóknarflokkurinn var líka tregur
til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir það afhroð, sem Framsókn-
arflokkurinn hafði goldið árið áður. Ýmsir ráðgjafar Geirs Hall-
grímssonar töldu, að eina ráðið til þess að brjótast út úr einangrun
flokksins væri að ljá máls á stjórnarsamstarfi við Alþýðubandalagið,
og hófust mikil skrif í Morgunblaðinu þess efnis. Leið svo allur des-
embermánuður og janúarmánuður, að hvorki gekk né rak í stjórnar-
myndunarviðræðum. Geir Hallgrímsson hafði fengið umboð til
stjórnarmyndunar 28. desember, en skilaði því 14. janúar. Gerði
hann sér fulla grein fyrir því, að ríkisstjórn yrði ekki mynduð fyrr en
eftir langt og mikið samningaþóf, þar sem forystumönnum annarra
flokka, annaðhvort Framsóknarflokks eða Alþýðubandalags, tækist
að sannfæra flokksmenn sína um það, að annar kostur væri ekki til-
tækur en samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.