Andvari - 01.01.1994, Síða 158
156
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
þjóð. Pað hef ég séð best síðan ég kom hingað og það hef ég reynt best á
sjálfum mér. Því að ég hef gert þá uppgötvun að í mér er harla lítil þjóðleg
festa og það munu fleiri en ég geta sannfærst um, sjálfum sér viðvíkjandi,
séu þeir nægilega skarpskyggnir til þess.“ Síðan segir að íslendingar eigi
engar tradisjónir (hefðir) og málið sé eins og nýlenda prímitífs (frumstæðs)
fólks. Jóhann kveður upp harða dóma yfir öllum íslenskum stórskáldum,
þeir eru allir dilettantar (fúskarar) - nema Hallgrímur Pétursson. Hann
segist finna æ sárar til lítilmótleiks sjálfs sín og þjóðar sinnar. „Eg get ekki
tekið undir með þeim sælu mönnum sem ætla að rifna af stolti yfir þjóð
sinni þegar þeir koma til útlanda. Ég hef aldrei fundið til þjóðernis míns
síðan hingað kom öðruvísi en sem kinnroða!“ (144-48)
Nú láta menn ýmislegt fjúka í einkabréfum sem ekki er alvarlega hugsað.
En ég hygg að þessi öfgafullu orð spegli raunverulegan lífsvanda Jóhanns.
Sú þverstæða sem hann tókst á við, að vera íslendingur í hinum stóra
heimi, hlaut að verða öllum íslenskum skáldum og menntamönnum örðug
viðfangs. En við hana urðu þeir að glíma og stóðust átökin ef þeir höfðu
nægilega traustan bakhjarl að heiman. Pessu hefur til að mynda Sigurður
Nordal lýst vel í forspjalli að íslenzkn menningu. En Jóhann Jónsson kikn-
aði í glímunni, skorti bakhjarlinn eða viljastyrkinn. Hann flosnaði upp í
menningarlegu tilliti, slitnaði úr tengslum við samtímalíf á íslandi án þess
að geta fótað sig í menningu Mið-Evrópu.
Bent hefur verið á áhrif þýsks expressjónisma á skáldskap Jóhanns og
vissulega hefði Söknuður ekki orðið slíkt kvæði sem hann er án kynna
skáldsins af miðevrópskum samtímaskáldskap. En umfram allt er Söknuð-
ur lýsing á persónulegum lífsvanda hins unga íslenska skálds í Þýskalandi.
Hann verður vegvilltur, framandi maður í sínu eigin lífi, eins og segir í
kvæðinu. í Söknuði og öðrum bestu ljóðum sínum náði hann að túlka hið
móderníska einkenni, rótleysið, með listrænum hætti svo lengi mun standa.
- Ævi Jóhanns Jónssonar er á ýmsan hátt raunasaga. En nafn hans hefur
flögrað eins og dularfullur fugl úr dökkum skógi um sali íslenskrar Ijóð-
listarsögu. Og enn er skáldið á sveimi meðal vor. Eím það er glöggur vitnis-
burður að réttum sextíu árum eftir að hann lukti augum sínum í Leipzig
skyldu vinarbréf hans vera lögð á borð íslenskra jólabóka, sögulegt og
mannlegt plagg sem vissulega er skoðunar virði.