Andvari - 01.01.1994, Page 41
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
39
sætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, sem virtist stundum eiga erfitt
með að sætta sig við það, að annar maður hefði tekið sæti hans. Þeg-
ar stjórnin hafði verið mynduð, lét Ólafur til dæmis svo um mælt op-
inberlega, að hann hefði myndað hana, en ekki sá maður, sem varð
forsætisráðherra. Þá vakti það talsverða athygli, þegar Ólafur sagði í
útvarpsþætti 1. febrúar 1976, að seta sín í þessari ríkisstjórn hefði
ekki verið neinn dans á rósum, en hann gæti svarað eins og þingmað-
urinn forðum, sem hefði verið að kyssa kjósendur með tóbakslöginn
í skegginu: „Það verður stundum að gera fleira en gott þykir.“ Enn
fremur þótti Ólafur Jóhannesson ekki alltaf leggja Geir Hallgríms-
syni það lið, sem hann gat, í landhelgismálinu, sem var eitt mikilvæg-
asta verkefni stjórnarinnar.
I samræmi við stefnumörkun sjálfstæðismanna fyrir þingkosningar
var kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum 1974, að fiskveiðilög-
sagan skyldi færð út í 200 mílur fyrir árslok 1975. Hinn 15. júlí 1975
gaf Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra út reglugerð um út-
færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur frá og með 15. október 1975.
Meginmarkmið útfærslunnar var að koma í veg fyrir ofveiði fiski-
stofna á íslandsmiðum, sem þegar voru ýmist fullnýttir eða ofveiddir.
t*egar útfærsla fiskveiðilögsögunnar tók gildi, 15. október 1975, flutti
Geir Hallgrímsson ávarp til þjóðarinnar, þar sem hann sagði: „Ann-
aðhvort munum við semja til sigurs, eða ef það verður hlutskipti
okkar, berjast til sigurs.“ Ríkisstjórnir Bretlands og Þýskalands sner-
ust öndverðar við útfærslunni, en margir breskir og þýskir togarar
sóttu þau mið, sem nú lokuðust. Samningar tókust við Þjóðverja um
nokkurn aðlögunartíma, en Bretar vildu enga samninga, og seint í
nóvember sigldu bresk herskip inn fyrir 200 mílna mörkin í því skyni
að vernda breska togara fyrir íslenskum varðskipum. Hófst nú nýtt
þorskastríð, og risu tilfinningaöldurnar hátt hér á landi. Geir Hall-
grímsson hélt hins vegar stillingu sinni og vildi reyna samningaleið-
ina til þrautar. Stilling Geirs og festa gekk stundum þvert á þann æs-
ing, sem átökin efldu með þjóðinni. Voru þeir þá einatt vinsælastir,
sem göspruðu af mestu ábyrgðarleysi, eins og verða vill í slíkum deil-
um, sem höfða til þjóðernisástar og öfga í garð andstæðinga.
I janúar 1976 kvöddu Bretar herskip sín út fyrir 200 mílna mörkin,
jafnframt því sem Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, bauð Geir
Hallgrímssyni til viðræðna í Lundúnum. Funduðu þeir Geir og Wil-
son síðustu vikuna í janúar, en engin niðurstaða fékkst þar. Bretar