Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 130

Andvari - 01.01.1994, Síða 130
128 GUNNAR KARLSSON ANDVARl V í formála bókar sinnar um Benedikt á Auðnum segist Sveinn Skorri Hösk- uldsson upphaflega hafa látið sér detta í hug að gefa út rækilegt úrval eða heildarsafn bréfa og ritgerða Benedikts. Útgefendur hafi ekki haft áhuga á því og heldur kosið ævisögu. Sveinn segist þó hafa haldið sinni stefnu á þann hátt (9-10): að láta þessar heimildir sjálfar hafa orðið. . . . markmið mitt er ekki að flytja eigin kenningar, heldur freista þess að birta mynd af manni, láta hann sjálfan stíga fram eins og hann markaði svip sinn á leirinn sem hann hnoðaði. Þessvegna þótti mér rétt- ast að lofa hans eigin rödd að hljóma auk þess sem mér fannst hann oftast búa hugs- anir sínar betur í orð sjálfur en ég hefði gert í endursögn eða útdrætti. Ég skil þessa hugsun vel; þegar maður les snjöllustu kaflana í bréfum og greinum Benedikts hlýtur nánast að hvarfla að manni að þar sé efni í rit- safn. En eftir að frásagnarleiðin hefur verið valin fer hún óhjákvæmilega að setja sínar eigin kröfur um söguframvindu, og sú framvinda verður einatt nokkuð hæg og margþætt í meðförum höfundar. Það stafar raunar ekki eingöngu, varla einu sinni sérstaklega, af því að hann tilfæri of mikið úr rit- um Benedikts. Hann birtir líka afar mikið af heimildum eftir aðra og dvelst mikið við félagsmálasögu Suður-Þingeyinga á dögum Benedikts, nokkuð margsagða sögu á prenti, jafnvel þar sem Benedikt kemur ekki beinlínis við hana. Til dæmis er fjallað á einum tíu blaðsíðum (387-96) um áform sem voru uppi árið 1901 um að stofna hlutafélag kaupfélaganna og um- boðsmanns þeirra, Louis Zöllner, áform sem ekkert varð úr og Benedikt hafði svo til engin afskipti af. Ekki er einu sinni vitað hvaða skoðun hann hafði á málinu. Ævisagan er erfitt frásagnarform ef söguhetjan deyr ekki í blóma lífsins, eins og Baldvin Einarsson og Jónas Hallgrímsson, því að elliárin mynda sjaldnast neitt ris í ævi manns. Leið Egils sögu, að gera ellihrörnunina sjálfa að litríku söguefni, verður tæpast leikin eftir. Benedikt á Auðnum er gott dæmi um þennan vanda ævisöguhöfundar. Varla verður sagt að hann hafi verið í forystusveit nokkurra félagsmála nema fram undir aldamót. Eftir það lifði hann í fjóra áratugi, til 1939, og varð 93 ára gamall, þó án þess að verða nokkurt öskrandi ljón í ellinni eins og Jónas Jónsson.3 Sveinn Skorri bregst skynsamlega við þessum vanda. Hann rekur ævi Benedikts til enda í fjórum fyrstu köflum bókarinnar, snýr sér síðan að op- inberum störfum, stjórnmálaafskiptum og öðrum félagsmálum, og geymir sér bókmenntastörf, tónmenntir og dráttlist Benedikts þangað til undir lok bókarinnar. Síðast er yfirlit yfir störf Benedikts og lífsskoðun hans. Með þessu móti tekst að fá bókina til að rísa sæmilega samfellt. Kaflinn um vist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.