Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 156

Andvari - 01.01.1994, Side 156
154 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI óskabörn bókmenntasögunnar. Hann komst raunar aldrei á skrið við skáldskapinn, virðist fremur hafa verið skáld augnabliksgeðhrifa en harðr- ar ástundunar, og aldrei gaf hann út ljóðabók í lifanda lífi þrátt fyrir endur- teknar áætlanir um það. Tuttugu árum eftir dauða skáldsins, 1952, safnaði Halldór Laxness saman verkum hans í litla bók, Kvæði og ritgerðir; hún var reyndar endurútgefin hjá Menningarsjóði 1986, aukin einu kvæði aðeins, með öllum skrifum Halldórs um Jóhann, og heitir nú Ljóð og ritgerðir. Það kemur fram í fyrrnefndum greinum í Skírni að fleira er til af skáldskap eftir Jóhann í handritum. í bréfunum til Friðriks eru nokkur ljóð og hafa sum þeirra ekki verið prentuð áður. Vönduð heildarútgáfa á ljóðum Jóhanns bíður því ennþá. Það er slæmt að standa þannig að útgáfu á ritum látinna skálda að hálfverknaður tefji fyrir því, ef til vill áratugum saman, að verkið sé unnið á fullnægjandi hátt. Má nefna ýmis dæmi um slíkt. Þannig var látið undir höfuð leggjast að kanna handrit Jóhanns Sigurjónssonar þegar síð- asta útgáfa á ritsafni hans kom 1980. Jóhann Jónsson er framan af óráðinn ungur maður eins og gengur. Bréf- in til Friðriks eru skrifuð á ýmsum stöðum eftir að hann yfirgefur Ólafsvík, í Hafnarfirði, Reykjavík, Akureyri og víðar. Hann er rómantískur ungl- ingur og segir í fyrsta bréfinu, sextán ára: „Nú get ég sagt þér þá gleðifrétt að við Kristinn Guðbrandsson erum orðnir eiðsvarnir vinir og vona ég að við verðum það héðan af. Við erum búnir að stíga á stokk og strengja þess heit að ferðast til útlanda í fornmannabúningi og teljum víst að þú fylgist með. Ég hefi ekki rúm hér til að skrifa þér alla reglugjörð þeirrar farar og áætlun en tilgangurinn er að vinna fyrir aðra; þjóðina okkar smáu og landið fagra!“ (42) Svona hugsa unglingar, og hugsuðu ekki síst á blómaskeiði ungmennafé- lagshreyfingarinnar, en það gengur misjafnlega að koma hugsjónunum nið- ur á jörðina. Og um Jóhann er það mála sannast að lítið kom út úr hug- myndum hans, eins og vinir hans hafa oft sagt frá. Stundum hafa menn kennt ytri aðstæðum um, fátækt og heilsubresti, skorti á stuðningi umhverf- isins. Það gerir til að mynda Kristinn E. Andrésson í andheitri minningar- grein (m.a. prentuð í ritgerðasafninu Um íslenzkar bókmenntir I). Víst er þó að örðugleikar Jóhanns stöfuðu eins mikið af innri hömlum. Hann er sí- fellt að skrifa vinum sínum um verk sem hann ætli að vinna, sögur og ljóð sem hann ætli að skrifa en lítið verður úr. - Jóhann var frábær upplesari að sögn, kom það fram þegar á skólaárum og lýsir Halldór Laxness því minni- lega í Grikklandsárinu, endurpr. í Ljóð og ritgerðir. Jóhann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1920 og hélt árið eftir til Þýska- lands, bjó lengst af í Leipzig. Hann er sagður hafa stundað bókmenntanám við háskólann þar, en við eftirgrennslan fundust þess raunar engin merki að hann hefði innritað sig í háskólann (sbr. Skírnisgrein Inga Boga Boga-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.