Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 10

Andvari - 01.01.1995, Page 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI atvinnuleit og sæki þangað sem auðveldara er að komast af. Ekki skal slíku fólki álasað, en flest erum við svo mjög tengd landi okkar og þjóð að við viljum búa hér, leitum hingað aftur þótt við hvörflum til útlanda. En á hinn bóginn gerum við kröfu um kjör sem jafnist á við þau bestu annars staðar. Er þetta samrýmanlegt? Getum við ekki staðið fyrr en varir frammi fyrir því að kröfur okkar til svokallaðara lífsþæginda og neyslufrekja rekist á tryggð okkar við land og þjóð? Evrópusambandið kveður á um óhefta för fjármagns og vinnuafls milli landa. Þar er ekki gefinn gaumur að því að fólk kunni að bera í brjósti þá tryggð til ættlands síns að það vilji vera þar þótt því sé sagt að grasið sé grænna annars staðar. Breskur prófessor í upplýsingatækni við London School of Economics, Ian Angell að nafni, birti nýlega grein í LSE Magazine og birtist útdráttur úr henni í Morgunblaðinu 4. ágúst 1995. Þessi maður heldur því fram að „upp- lýsingabyltingin“ sé að ganga af þjóðríkinu dauðu. - Angell fjallar um „hugverkamenn“, það er menn sem búi yfir sérstakri þekkingu og tækni- kunnáttu sem nýtist hvar sem er. Þessir menn eru sjálfstæðir og hreyfanleg- ir og þeir ýta til hliðar „handverkamönnum“ sem stunda einföld þjónustu- störf eða frumvinnslu, eru bundnir heimahögunum og háðir ríkinu. Fyrr- nefndu starfsmennirnir eru eftirsóknarverðir fyrir „hnattræn“ stórfyrirtæki og þjóðríkin komist ekki hjá því, vilji þau tryggja efnahagslega velmegun, að fylgja á eftir. Þau verði í raun að breyta sér í eins konar fyrirtæki. Grein Angells endar á þessa leið, skv. þýðingu Morgunblaðsins: „Um leið og þjóðríkin breytast í fyrirtækisríki í hinni nýju heimsmynd, verður hlutverk hvers fyrirtækisríkis að framleiða rétta fólkið, með réttu þekking- una og hugvitið, sem hráefni fyrir hnattrænu fyrirtækin sem hafa hagnast á upplýsingaöldinni; að þjónusta þessi fyrirtæki og að sjá þeim fyrir skil- virkum samgöngum og fjarskiptum, sem frjálsustum markaði og öruggu, stöðugu og þægilegu umhverfi. Ef ríkið getur ekki framleitt nógu góða „mannvöru“ eða nógu mikið af henni, verður það að kaupa hana frá út- löndum. Ríki munu ekki líta á menntun sem rétt sérhvers borgara heldur sem fjárfestingu, sem þau vænta arðs af; þau verða að fjárfesta í velgengni en ekki hnignun. Ef ríkið getur sannfært hina eftirsóttu yfirstétt hugverkamanna og inn- lendra frumkvöðlafyrirtækja um að það sé þess virði að vera áfram í land- inu, byrjar lukkuhjólið að snúast. Þá munu hnattrænir fjárfestar, sem færa sig frá landi til lands, og fjármagn þeirra jafnframt dragast að landinu. Ef ríkið hins vegar heldur áfram að leggja áherslu á heildarhyggju og lýð- skrum, undir merkjum hins úrelta slagorðs „valdið til fjöldans“, mun yfir- stétt frumkvöðla og hugverkamanna hverfa til arðbærari og vinsamlegri staða. Þannig verður landið til lengri tíma svipt efnahagslegum mætti; það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.