Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 20
18
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
sem hann blásið lífsanda í hina svokölluðu „taóista“ skáldsins - sem
eru reyndar ekki annað en þeir fulltrúar kristinnar alþýðu sem það
kynntist í uppvexti sínum - og þar var meistaraverkið pressarinn í
Dúfnaveislunni.
En lund listamannsins er ofin af ólíkum þáttum og ekki alltaf allt
sem sýnist, því að syni Ögmundar Hanssonar, sem notaði ekki sjálfur
ættarnafnið, hefur vafalaust orðið það snemma ljóst, að hann var
kominn af einni aðsópsmestu embættis- og höfðingjaætt landsins.
Var það þess vegna sem honum var einnig lagið að sýna látlausan
fyrirmannleika þess sem veit sig yfir aðra settan og tekur því sem
sjálfsögðum hlut án óhóflegs stærilætis? Svo mikið er víst, að yfir-
stéttarmenn eru einnig auðfundnir meðal þeirra leikpersóna sem
hann gerði minnisverðust skil: þar má benda á Brynjólf biskup í
Skálholti Guðmundar Kambans, Arnas Arneus í íslandsklukku Lax-
ness og Róbert Belford í Marmara Kambans, þrjú af merkustu hlut-
verkum hans sem öll eru til í hljóðritun.
Fyrstu skref á leiklistarbraut
Pó að Reykjavík ætti á uppvaxtarárum Þorsteins leikhús, sem þrátt
fyrir erfiða aðstöðu og ónóga fagmennsku tækist oft á við metnaðar-
mikil verkefni með furðugóðum árangri, lagði Hólabrekkufólkið
sjaldan leið sína þangað. Af samtölum mínum við hann gat ég ekki
heyrt, að hann myndi sérstaklega eftir leikurum eins og Stefaníu
Guðmundsdóttur, Jens B. Waage eða Árna Eiríkssyni, og hefði hann
þó vel mátt gera það aldurs vegna. Það er ekki fyrr en í menntaskóla
sem hann kynnist leikstarfsemi að ráði og kemur sjálfur fram á sviði í
fyrsta skipti. Svo stóð á, að skólaleikir höfðu verið endurvaktir eftir
langt hlé árið 1922 með sýningu á leik Ludvigs Holbergs, Den pant-
satte Bondedreng, eða Ekki er allt gull sem glóir eins og hann hét í
þýðingu. Fór sú sýning fram í Iðnó í janúar 1922.1
Árið eftir var Erasmus Montanus sama höfundar settur á svið og þar
lék Þorsteinn sitt fyrsta hlutverk, Jesper fógeta, 6. febrúar 1923. Þar eð
engir leikdómar birtust um þá sýningu, vitum við ekki hvort leikur hans
vakti eftirtekt, en aðalhlutverk í báðum þessum sýningum lék ungur
maður, sem átti einnig fyrir höndum framtíð á leiksviðinu, Gestur Páls-