Andvari - 01.01.1995, Page 21
ANDVARI
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
19
son. Pær urðu beinlínis upphafið að leiklistarferli hans, því að frú Stef-
anía, sem var formaður Leikfélags Reykjavíkur um þetta leyti, mun
hafa haft spurnir af frammistöðu hans og krækt í hann fyrir félagið.
Eins og lesa má í greinargóðri frásögn Heimis Þorleifssonar af
skólaleikjunum, sem hér er að miklu leyti stuðst við, er Þorsteinn
næstu tvö ár ein aðaldriffjöður þeirra. Skólaárið 1923-24 er hann
þannig formaður leiknefndarinnar og hefur forystu um að þýða Hol-
bergsleikinn Den politiske Kandestpber eða Pólitíska leirkerasmiðinn
eins og hann nefndist í þýðingu Þorsteins og félaga. í skólasögu sinni
lýsir Heimir vinnu þeirra við þýðinguna eftir frásögn Þorsteins svo:
„Boðaði hann samstarfsmennina heim til sín að Hólabrekku á
Grímsstaðaholti, og tóku menn þar til við að þýða. Þorsteinn gekk
um gólf með bók í hendi og snaraði danska textanum yfir á íslensku.
Samstarfsmennirnir skrifuðu hjá sér, hver sína rullu. Ef þýðanda rak
í vörðurnar, var vafaatriðið rætt sameiginlega og reynt að finna á því
lausn. Stundum fóru menn yfir textann, áður en byrjað var að
þýða.“2 Þessi sýning var fjölmennari en hinar tvær fyrri og var sjálfur
Nestor íslenskrar leiklistar, Indriði Einarsson, fenginn til að veita
leikendum tilsögn. Kom hann á nokkrar síðustu æfingarnar og hafði
að sögn Þorsteins einkum „gaman af því að sýna stúlkunum hneig-
ingar, sem hæfðu heldra fólki. Sýndi hann sjálfur, hvernig ætti að
fara að, og sagði síðan ’skrabud fröken’ við stúlkurnar.“3
Þorsteinn lék þarna aðalhlutverkið, Hermann von Bremen,
könnusteypinn sem fer að fúska við pólitík og hlýtur af hina verstu
sneypu. Fyrir þann leik fékk hann ágæta dóma, bæði í Morgunblað-
inu og Vísi. Segir leikdómari Vísis hann að vísu hafa verið nokkuð
hikandi í fyrsta þætti, en orðið öruggari er fram í sótti og leikið
„einkarvel“ í síðasta þætti. Aðrir leikendur fá einnig góðan vitnis-
burð og sýningin er í heild sögð hafa verið „fumlaus“ og lítið borið á
ósamræmi milli leikara. Kveðst leikdómari aldrei hafa heyrt eins al-
mennan hlátur í leikhúsi í Reykjavík og í þetta sinn.4 Ef marka má
ummæli Þorsteins í viðtali mörgum áratugum síðar, varð frumsýning-
arkvöldið með könnusteypinum honum örlagaríkt: „Við þekktum
engar reglur, lögðum ekki á okkur nein bönd, nema eftir eðlisboði.
En við áttum til að upptendrast til þeirrar innlifunar sem æskan ein
þekkir, og er ávöxtur þess að vera fákunnandi um öll boðorð. Þetta
kvöld lifði ég, í miðjum leik, nokkur au^nablik óútskýranlegrar til-
finningar, sem lifir enn í minningunni. Eg hef stundum síðan spurt