Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 21

Andvari - 01.01.1995, Page 21
ANDVARI ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN 19 son. Pær urðu beinlínis upphafið að leiklistarferli hans, því að frú Stef- anía, sem var formaður Leikfélags Reykjavíkur um þetta leyti, mun hafa haft spurnir af frammistöðu hans og krækt í hann fyrir félagið. Eins og lesa má í greinargóðri frásögn Heimis Þorleifssonar af skólaleikjunum, sem hér er að miklu leyti stuðst við, er Þorsteinn næstu tvö ár ein aðaldriffjöður þeirra. Skólaárið 1923-24 er hann þannig formaður leiknefndarinnar og hefur forystu um að þýða Hol- bergsleikinn Den politiske Kandestpber eða Pólitíska leirkerasmiðinn eins og hann nefndist í þýðingu Þorsteins og félaga. í skólasögu sinni lýsir Heimir vinnu þeirra við þýðinguna eftir frásögn Þorsteins svo: „Boðaði hann samstarfsmennina heim til sín að Hólabrekku á Grímsstaðaholti, og tóku menn þar til við að þýða. Þorsteinn gekk um gólf með bók í hendi og snaraði danska textanum yfir á íslensku. Samstarfsmennirnir skrifuðu hjá sér, hver sína rullu. Ef þýðanda rak í vörðurnar, var vafaatriðið rætt sameiginlega og reynt að finna á því lausn. Stundum fóru menn yfir textann, áður en byrjað var að þýða.“2 Þessi sýning var fjölmennari en hinar tvær fyrri og var sjálfur Nestor íslenskrar leiklistar, Indriði Einarsson, fenginn til að veita leikendum tilsögn. Kom hann á nokkrar síðustu æfingarnar og hafði að sögn Þorsteins einkum „gaman af því að sýna stúlkunum hneig- ingar, sem hæfðu heldra fólki. Sýndi hann sjálfur, hvernig ætti að fara að, og sagði síðan ’skrabud fröken’ við stúlkurnar.“3 Þorsteinn lék þarna aðalhlutverkið, Hermann von Bremen, könnusteypinn sem fer að fúska við pólitík og hlýtur af hina verstu sneypu. Fyrir þann leik fékk hann ágæta dóma, bæði í Morgunblað- inu og Vísi. Segir leikdómari Vísis hann að vísu hafa verið nokkuð hikandi í fyrsta þætti, en orðið öruggari er fram í sótti og leikið „einkarvel“ í síðasta þætti. Aðrir leikendur fá einnig góðan vitnis- burð og sýningin er í heild sögð hafa verið „fumlaus“ og lítið borið á ósamræmi milli leikara. Kveðst leikdómari aldrei hafa heyrt eins al- mennan hlátur í leikhúsi í Reykjavík og í þetta sinn.4 Ef marka má ummæli Þorsteins í viðtali mörgum áratugum síðar, varð frumsýning- arkvöldið með könnusteypinum honum örlagaríkt: „Við þekktum engar reglur, lögðum ekki á okkur nein bönd, nema eftir eðlisboði. En við áttum til að upptendrast til þeirrar innlifunar sem æskan ein þekkir, og er ávöxtur þess að vera fákunnandi um öll boðorð. Þetta kvöld lifði ég, í miðjum leik, nokkur au^nablik óútskýranlegrar til- finningar, sem lifir enn í minningunni. Eg hef stundum síðan spurt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.