Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 26

Andvari - 01.01.1995, Page 26
24 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Fjölskyldumaður og leikari Á þessum tíma var framtíð Þorsteins harla óráðin. Hann hafði byrj- að að lesa læknisfræði í Háskólanum að loknu stúdentsprófi 1925, en fljótlega hasast upp á því. Hann var nú orðinn fjölskyldumaður, því að 21. nóvember 1930 kvæntist hann Dórótheu, dóttur hjónanna Guðmundar Breiðfjörðs blikksmiðs og Guðrúnar Bjarnadóttur frá Hörgsdal á Síðu. Eignuðust þau fyrsta barn sitt, Guðrúnu leikkonu, sem er gift Hafsteini Austmann listmálara, árið 1931. Settust ungu hjónin að á efri hæðinni í húsi tengdaforeldra Þorsteins, á Laufásvegi 4, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Börnin komu eitt af öðru næstu árin: Ingibjörg talkennari, fædd 1936, gift Siglaugi Brynleifssyni rit- höfundi, Stefán, hljóðfæraleikari, fæddur 1939, kvæntur Arnfríði Ingvarsdóttur, Kristján Þorvaldur, hljóðfæraleikari, fæddur 1940, kvæntur Ragnheiði Heiðreksdóttur, og Helga, leikkona, fædd 1944. Allt hefur þetta fólk eignast börn og eru afkomendur þeirra Þor- steins og Dórótheu nú 27 talsins, að börnum þeirra meðtöldum. Það var gæfa Þorsteins, að bæði kona hans og nánasta fjölskylda, ekki síst Guðrún tengdamóðir hans, höfðu fullan skilning á því hvert hugur hans stefndi. Að sjálfsögðu tjáði hvorki honum né öðrum á þessum tíma að hugsa til þess að hafa framfæri af leiklist; íslenskt at- vinnuleikhús var ekki annað en fjarlægur draumur sem sterk öfl gerðu sitt besta til að kæfa í fæðingu - kannski ekki ósvipað því sem gerist um tónlistarhúsið nú. Efnin leyfðu ekki heldur langt leiklistar- nám erlendis. Þó tókst Þorsteini að komast til Kaupmannahafnar, þar sem hann dvaldi veturinn 1933-34 við nám í skóla Konunglega leikhússins. Hygg ég, að kona hans, sem á þessum árum starfaði lengstum utan heimilis, hafi ekki átt minnstan þátt í því, að af því gat orðið. Dró Þorsteinn aldrei neina dul á, að Kaupmannahafnardvölin hefði orðið sér lærdómsrík; hann orðaði það einhvern tímann svo, þegar ég var að spyrja hann um þetta, að þar hefði hann í fyrsta skipti kynnst leikhúsi - með áherslu sem gat ekki misskilist. Þá var ekki talin goðgá, eins og nú er, að leiklistarnemar kæmu fram í opin- berum leiksýningum og legðu lag sitt við alvöruleikara. Var Þor- steinn þannig nýttur til einhverra smærri verkefna í sýningum leik- hússins, m. a. Skálholti Guðmundar Kambans, sem var einmitt sýnt undir stjórn höfundar veturinn sem hann dvaldi ytra. Ekki tókust þó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.