Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 27

Andvari - 01.01.1995, Page 27
ANDVARI ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN 25 nein kynni með hinum unga leikara og skáldinu, sem gaf sig víst lítið að ungum íslendingum með leiklistardrauma. Varla hefur hann haft hugboð um, að þessi landi hans ætti eftir að ljá sumum stórbrotnustu persónum hans líf og anda betur en allir aðrir leikarar. Veturinn eftir að Þorsteinn kom heim skipuðust mál þannig hjá Leikfélagi Reykjavíkur, að stjórn félagsins réð til sín danskan leik- stjóra, Gunnar Hansen. Kynni Gunnars af íslandi og íslendingum, sem síðar urðu mun nánari, munu upphaflega hafa sprottið af vin- áttu hans og Kambans. Ekki er mér nákvæmlega kunnugt um hvað varð til þess, að Gunnar réðst til L. R.; sennilegast er þó, að formað- urinn, Lárus Sigurbjörnsson, hafi átt þar mestan hlut að máli. Stýrði Gunnar, sem mörgum árum síðar gerðist íslenskur ríkisborgari og hét þá Gunnar Róbertsson Hansen, fimm af sex sýningum vetrarins og lék lítið hlutverk í þeirri þriðju, Pilti og stúlku. Þessi ráðning var nýstárleg tilraun, sem skilaði þó tæpast þeim árangri, sem menn höfðu vonast til, e. t. v. að nokkru leyti sökum andstöðu innan fé- lagsins. Gunnar hefur greinilega fengið augastað á hinum unga leikara, sem þá var nýkominn frá Kaupmannahöfn, og undir stjórn hans fær Þorsteinn fyrsta burðarhlutverk sitt hjá L. R. Það var sjálfur Jeppi á Fjalli, sem menn höfðu í fyrstu ætlað að fela hinu gamla eftirlæti reykvískra leikhúsgesta, Friðfinni Guðjónssyni. Friðfinnur, sem var orðinn roskinn maður og sjálfsagt búinn að fá sinn skammt af leik- sviðinu, mun hins vegar hafa beðist undan því.13 Það varð því úr að láta Þorstein spreyta sig á bóndanum drykkfellda, frægustu leikpers- ónu danskra leikbókmennta. Þetta var reyndar ekki í fyrsta skipti sem íslenskur leikari reyndi sig á Jeppa; einn fremsti gamanleikari L. R., Árni Eiríksson, hafði gert það árið 1905, þó að ekki hefði hann árangur sem erfiði að mati flestra leikdómara þess tíma.lft Dómarnir um leik Þorsteins eru ekki óvinsamlegir, en benda ekki til þess, að hann hafi unnið neinn stórsigur. Skoðanir manna eru nokkuð skiptar. Kristján Albertsson segir í Morgunblaðinu, að hann hafi leikið „víða af talsverðum tilþrifum og yfirleitt vel“, en finnur þó „smávægilega galla“; þannig hætti Jeppa til „þegar hann var sem allra fyllstur, að verða öðru hvoru alt í einu allsgáður, bæði í máli og hreyfingum“. Annars kveður Kristján leikinn hafa verið „bragðlegan“; Jeppi hafi lifað fyrir sjónum manna „þunglamaleg svefnpurka, silaleg- ur, luralegur jarðvöðull, einfaldur bóndi frá tímum bændakúgunar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.