Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 30

Andvari - 01.01.1995, Page 30
28 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Ekki er klukkan orðin sjö, enn þá hefur birtan völdin. Mikið þrái ég Þorstein Ö., þegar fer að skyggja á kvöldin.23 Snjallir upplestrarhæfileikar hans urðu að sjálfsögðu einnig til þess, að honum var iðulega falið að lesa bæði ljóð og sögur, en þetta var á þeim árum, þegar vel fluttar framhaldssögur gátu tæmt götur Reykjavíkur. Var flutningur hans á skáldsögunni Sólon íslandus eftir Davíð Stefánsson árið 1958 meðal þess sem menn rómuðu mest. Úr- val af ljóða- og sagnalestri hans kom fyrir skömmu út á geisladiski sem leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensens við Ríkisútvarpið stóð að. Þó að þátttaka Porsteins í starfi L. R. yrði af fyrrgreindum orsök- um nokkuð stopul framan af, fer ekki á milli mála, að hann hefur, þegar hér er komið sögu, skipað sér í röð gildustu leikara. Hann er ásamt vini sínum Lárusi Pálssyni, Brynjólfi Jóhannessyni og Haraldi Björnssyni einn aðalhvatamaður þess, að Félag íslenskra leikara er stofnað haustið 1941, og gegnir formennsku í því fyrstu sex árin eða allt þar til hann er ráðinn leiklistarstjóri Útvarps 1947. Hann kemur hins vegar ekki aftur fram í burðarhlutverki á sviðinu fyrr en á jólum 1945, þegar L. R. frumsýnir Skálholt undir stjórn Lárusar Pálssonar. Þetta var viðamikil, en sjálfsagt ekki gallalaus sýning. Sú ágæta leik- kona, Regína Þórðardóttir, sem var að nálgast fertugt, hefur augljós- lega verið orðin fullroskin til að leika Ragnheiði biskupsdóttur, auk þess sem einhverjum þótti Valur Gíslason, sem þá var ekki orðinn sá stólpi sem síðar varð, hvorki hafa útlit né glæsimennsku í Daða, sem Gestur Pálsson hefði átt að leika.24 Dómar um meðferð Þorsteins á Brynjólfi biskupi voru fremur já- kvæðir, en þó ekki alveg afdráttarlaust. Það sem einkum fer fyrir brjóstið á sumum leikdómurum er lýsing Kambans á biskupi, sem þeim finnst hvorki velviljuð né trúverðug; hann halli beinlínis á Brynjólf til þess að gera hlut Ragnheiðar sem bestan. Liggur leik- dómari Vísis Þorsteini jafnvel á hálsi fyrir að fylgja þessum skilningi of kappsamlega eftir, sem er óneitanlega nokkuð sérstætt sjónarhorn á skyldur leikara gagnvart hlutverki sínu. Leikdómarinn játar, að leikarinn geri margt vel; það sé aðeins „þegar biskupinn þenur sig út með öskri og tifar um gólf, eins og hann sé kalkaður fantalega í báð- um mjaðmarliðum, og öllum liðum öðrum neðan mjaðma, sem alger-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.