Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 32

Andvari - 01.01.1995, Side 32
30 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI val á bókmenntaefni, einkum haft umsjón með framkvæmd þessa dagskrárliðar, en allt mun það heldur hafa verið laust í reipum. Að sögn Þorsteins sjálfs hafði Vilhjálmur gjarnan þann hátt á, að hann hringdi í ýmsa leikstjóra, spurði hvort þeir ættu nokkuð í fórum sín- um og fól þeim svo að annast framkvæmd málsins að öðru leyti. Hef- ur Vilhjálmur fljótt fundið, að hann kom ekki að tómum kofum hjá útvarpsþulnum og leitaði oft til hans. Þannig varð Vilhjálmur til að treysta tengsl Þorsteins og Útvarpsins í upphafi, þó að síðar kólnaði með þeim öll vinátta. Störf Þorsteins við leikritaflutning Útvarps voru svo umfangsmikil, að hér er aðeins hægt að tæpa lauslega á þeim, en leikaraferli hans verða ekki gerð fræðilega fullnægjandi skil, nema áður séu skrásett öll útvarpshlutverk hans, bæði þau sem ekki hafa varðveist og eins þau sem eru til í hljóðritun. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lék hann fyrsta hlutverk sitt í hljóðnemann árið 1936 í þáttum úr Pétri Gaut, en ekki upplýsa heimildir hvaða hlutverk hann fór þar með; vart er þó fjarri lagi að giska á, að það hafi verið Gautur sjálfur. Skrár leiklistardeildar telja útvarpshlutverk hans fleiri en nokkurs annars leikara, eða um 600. I ráðningarsamningi var honum ætlaður ærinn starfi; hann skyldi auk þess að skipuleggja flutning allra út- varpsleikrita sjálfur leikstýra öðru hverju verki og sjá um barnatíma. Ekki er sennilegt, að þeim skilmálum hafi verið fylgt stíft eftir, en þó annaðist Þorsteinn lengi barnatímann og fékkst mikið við leikstjórn: 153 leikstjórnarverkefni segir í yfirlitsgrein Óskars Ingimarssonar um leikritaflutning Útvarps, sem eru einnig miklu fleiri verk en nokkur annar leikstjóri getur státað af.26 Starfs hans við barnatímana verð- ur sjálfsagt lengst minnst fyrir jólasveinavísurnar frægu, Krakkar mínir komið þið sœl, sem samdar voru ásamt fleiri barnavísum fyrir jólatímana og komu fyrst út á bók árið 1951. Þorsteinn gat verið ágætlega hagmæltur, ef því var að skipta, og málhagur var hann í besta lagi, sem glöggt má sjá af hinum fjölmörgu leikritaþýðingum hans. Með því að fela sérstökum starfsmanni umsjón útvarpsleikja var komið á fót nokkrum vísi að sjálfstæðri leiklistardeild innan Ríkisút- varpsins. Er nóg að renna augum yfir fjölritaða skrá Óskars Ingi- marssonar, sem nær frá upphafi Útvarps til ársins 1977, til að sjá, hvernig leiklistarflutningurinn vex og dafnar næstu ár. Þó er það ekki fyrr en um miðjan sjötta áratuginn sem sú regla er orðin nokk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.