Andvari - 01.01.1995, Síða 33
ANDVARI
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
31
urn veginn föst í sessi að flytja eitt leikrit í viku allan ársins hring.
Sjálfur var Þorsteinn nú ekki lengur bundinn við þularstörf á sama
tíma og leikæfingar og sýningar fóru fram. Raunin varð og sú, að
hann kom mun oftar fram en áður, þó að það sé fyrst árið 1950 og
næstu ár á eftir sem blómaskeið hans rennur upp.
Leikfélag Reykjavíkur endurreist
Árið 1950 verða snögg og afdrifarík umskipti í íslensku leiklistarlífi.
Þá um vorið er Þjóðleikhúsið vígt með miklum hátíðarbrag og þang-
að fara, eins og eðlilegt er, langflestir reyndustu leikarar Leikfélags
Reykjavíkur. Þorsteinn hafði nokkrum árum fyrr komið að undir-
búningi Þjóðleikhússtofnunar sem formaður nefndar, sem ætlað var
að leggja drög að rekstri þess.27 Var sú nefnd skipuð af Brynjólfi
Bjarnasyni og fór Þorsteinn á vegum hennar í ferð til Norðurlanda
seinni hluta árs 1946 til að safna gögnum um rekstur þarlendra ríkis-
leikhúsa. Þó að flestum væri ljóst, hvað Eysteinn Jónsson mennta-
málaráðherra ætlaðist fyrir með þjóðleikhússtjórastöðuna, eftir að
hann skipaði vin sinn og flokksbróður, Guðlaug Rósinkranz, for-
mann þjóðleikhúsráðs haustið 1948, var Þorsteinn meðal umsækj-
enda. Þó að hann tæki þátt í tveimur af þremur vígslusýningum leik-
hússins - léki Björn hreppstjóra í Fjalla-Eyvindi og Arnas Arneus í
Islandsklukkunni - og kæmi reyndar aftur fram rúmu ári síðar á sviði
leikhússins, eins og síðar verður vikið að, mun hann eftir þetta ekki
hafa hugsað til fastráðningar við það, enda sestur í tryggan sess hjá
Ríkisútvarpinu.
Margir hinna eldri leikara, sem nú voru orðnir ríkisstarfsmenn,
töldu sjálfsagt að leggja niður Leikfélag Reykjavíkur, enda hefði
leikhúsið nýja tekið við því hlutverki þess að halda uppi metnaðar-
mikilli leiklist. Um þetta urðu nokkrar umræður innan félagsins árið
1949 og var Þorsteinn þá kjörinn formaður eins konar bráðabirgða-
stjórnar, sem ætlað var að gera tillögur um framtíð þess. Þorsteini, og
auðvitað mörgum öðrum, var vel ljóst, hversu hættulegt það gæti
orðið íslenskri leiklistarmenningu, ef Þjóðleikhúsið yrði eitt um hit-
una án tilfinnanlegrar samkeppni. Undanfarinn áratug hafði fram-
faraviðleitni leikara beinst að því að sameina kraftana og sýna fram