Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 35

Andvari - 01.01.1995, Page 35
ANDVARI ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN 33 skoða, hvernig leikferill hans þessi ár endurspeglast í umsögnum leikdómara. Tekið skal fram, að hvergi nærri er vitnað til allra, sem skrifuðu um sýningarnar, heldur aðeins valið úr því, sem eitthvað sýnist vera á að græða. íslensk leiklistargagnrýni hefur alla tíð verið harla misjöfn að gæðum og margt verið skrifað undir merkjum henn- ar, sem lítil ástæða er til að halda á lofti. Tveir dómarar og einn hefðarklerkur - Wilkins dómari í Elsku Rut, Róbert Belford í Marmara og séra Absalon Beyer í Önnu Pét- ursdóttur - bættust í persónusafn Þorsteins veturinn 1950-51. Merk- ast þessara hlutverka var tvímælalaust Róbert Belford. Marmari er áköf prédikun gegn þeirri óhóflegu refsigleði, sem höfundur taldi ríkja í réttarfari margra vestrænna ríkja og hann andæfði raunar í fleiri verkum sínum, eins og Oss morðingjum og skáldsögunni um Ragnar Finnsson. Aðalpersóna leiksins, Róbert Belford dómari, rís gegn því hefðbundna gildismati, sem staða hans sjálfs byggist á, og mótmælir þeirri tvöfeldni, sem honum þykir einkenna viðhorf sam- félagsins til glæpamanna. Hugrekki sitt og sannleiksást geldur hann dýru verði og endar að lokum á geðveikrahæli, þar sem hann sviptir sig lífi. í hlutverki Belfords vann Þorsteinn frægan sigur. Gagnrýn- andi Þjóðviljans, Ásgeir Hjartarson, dáist að því, hversu vel honum tekst að blása lífsanda í tilsvör persónunnar; hann beri „höfuð og herðar yfir umhverfi sitt, höfðinglegur maður og gáfulegur, en mann- úð og mildi lýsa af svip hans og ásjónu; mál sitt flytur hann af inni- leik og þrótti og þó með því sérstæða látleysi sem Þorsteini er lag- ið.“28 Agnari Bogasyni, ritstjóra Mánudagsblaðsins, finnst sem Gunnar Hansen leikstjóri hafi leyst hæfileika Þorsteins úr læðingi, bæði í þessari sýningu og Elsku Ruf, hvergi beri „nú á þunga þeim, sem áður þótti gæta í leik Þorsteins, en meðferð hans er öll létt, ákveðin og hreyfingar virðulegar án þess þær séu þvingaðar. Radd- brigði eru ágæt og öryggi hans í framkomu mun áreiðanlega styrkja meðleikendur hans.“29 Það er vert að staldra aðeins við þetta síðasttalda atriði í umsögn Agnars, hið góða jafnvægi á milli Þorsteins og annarra leikenda. Hverjum sem les Marmara má vera ljóst, að hlutverk Belfords gefur snjöllum stórleikara mörg tækifæri til að „stela senunni“ og varpa skugga á mótleikara sína. í slíka freistni fellur Þorsteinn sem sagt ekki, að mati leikdómarans, og reyndar hef ég í samtímaheimildum aðeins einu sinni séð ýjað að einhverju slíku og þá nánast í hálfkær- 3 Andvari ’95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.