Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 38

Andvari - 01.01.1995, Page 38
36 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Grímssyni og Agnari Bogasyni.34 Telur hinn fyrrnefndi, að hann hefði aldrei átt að koma nærri hlutverkinu, sem sé frá hendi höf- undar bráðfyndið, svo fjarri sé það eðli hans og getu. Hann skorti ekki aðeins nauðsynlegan léttleika og hermennskubrag, heldur einn- ig réttan líkamsvöxt. Segir Sigurður það vekja furðu leikhúsgesta „er þessi hraustlegi og pattaralegi hermaður upplýsir það, að hann komi beint úr þýskum fangabúðum, sem hann hafi dvalið í um þriggja ára skeið. Ekkert hótel gæti fengið betri meðmæli!“ Agnar Bogason læt- ur þetta tækifæri til kvikindisskapar ekki ganga sér úr greipum og skrifar m. a.: „Þegar William kemur inn á sviðið í 1. þætti hrökkva áhorfendur í kút. William, nýkominn úr fangabúðum, bústinn og sæl- legur, fullur af uppgerðarkátínu. — Látbragðið þvingað, fyndnu setn- ingarnar fara undantekningalítið fyrir ofan garð og neðan sökum þess m. a. að áhorfendurnir eru of uppteknir við það að undrast hreyfingarnar - stympingar stirðra lima.“ Hjá Ásgeiri Hjartarsyni kveður hins vegar við annan tón; hann er að vísu fáorður, en það litla sem hann segir er ósköp vinsamlegt.35 Á það er rétt að benda hér, að beinar aðfinnslur um leik Þorsteins eru afar sjaldséðar í dómum Ásgeirs; hann fær aldrei yfir sig jafn- skorinorða áfellisdóma og gagnrýnandinn felldi óhikað yfir ýmsum öðrum. Nú má auðvitað spyrja, hvort Ásgeir hafi ekki bara verið alltaf svona ánægður með frammistöðu leikarans og ekki kunnað að finna að neinu hjá honum. Einhvern veginn finnst manni það ekki sennilegt og erfitt að verjast þeirri hugsun, að hér sé um dæmigerða kunningjatillitssemi í litlu samfélagi að ræða; þeir Þorsteinn voru auðvitað pólitískir samherjar og mjög vel kunnugir. Þetta ber alls ekki að skilja svo, að yfirleitt sé ekkert að marka það sem Ásgeir skrifaði um leik Þorsteins; síður en svo. Ásgeir var auðvitað um margt ágætur gagnrýnandi og prýðilega stílfær, þó að hann hefði sín- ar takmarkanir eins og aðrir. Það verður einungis að líta á hvern vitnisburð fyrir sig, vega hann og meta með tilliti til þessarar hneigð- ar og þess sem má lesa úr dómum annarra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.