Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 47

Andvari - 01.01.1995, Page 47
ANDVARI ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN 45 sem annars sé ríkjandi í íslensku leikhúsi.66 Agnar Bogason hefur sjaldan séð hér heilsteyptari leik frá upphafi sýningar, Olafi Gunn- arssyni finnst stórfenglegur leikur Þorsteins eiga skilið sérstaka rit- gerð og Sigurður Grímsson notar orðin „heilsteyptur“ og „áhrifa- mikill“.67 Ýmsir hafa orð á góðum samleik þeirra Þorsteins og Helgu Valtýsdóttur, sem lék hina ótrúu og kaldlyndu konu Crocks, auk þess sem seytján ára menntaskólanemi, Þorsteinn Gunnarsson, sem hafði verið fenginn til að leika Taplow, þótti sýna ótvíræða hæfileika. Fyrir þennan leik var Þorsteinn sæmdur Silfurlampa Félags ís- lenskra leikdómara. Að því er segir í leikskrá L. R. urðu gagnrýn- endur við það tækifæri í fyrsta skipti í sögu félags þeirra algerlega á einni skoðun um veitinguna og gáfu í atkvæðagreiðslu Þorsteini 700 stig af 700 mögulegum.68 Við móttöku lampans flutti hann þakkar- ræðu, sem segir talsvert um viðhorf hans til leikhússins. Hann þakkar leikdómurum þann heiður, sem þeir sýni sér, en heldur svo áfram: „En leikari sem tekur á móti verðlaunum fyrir list sína hlýtur að hugsa sig vel um áður en hann gefur sjálfum sér alla dýrðina. Því list leikhússins er samvirk list - sameinað átak margra aðila að einu list- rænu marki . . . Þegar ég þess vegna stend nú hér til að veita viðtöku þessum verðlaunum verður mér fyrst og fremst hugsað til þeirra sem með mér unnu að þessari sýningu, til leikstjórans og meðleikenda minna. Ég vona auðvitað að sjálfs mín verðskuldun sé nokkur og gleðst yfir þeim persónulega heiðri sem mér er hér sýndur. En með því sem ég hef hér sagt, hef ég viljað minna á það, að í starfi leik- hússins bera allir saman hita dagsins og þunga og eiga því allir hlut- deild í þeirri viðurkenningu sem einum hlotnast þegar vel hefur þótt takast.“69 Orð sem þessi hefðu verið marklítil skrúðmælgi í munni einhverra annarra; í munni Þorsteins voru þau það ekki. Nú hefði mátt ætla, að Reykvíkingar þyrptust í leikhúsið til að verða vitni að svo einstæðum listviðburði. En raunin varð önnur: sýningin á Browning-þýðingunni hreppti undarleg örlög, sem eru því miður ekki einsdæmi í duttlungafullri veröld leiklistarinnar: hún vakti ekki áhuga almennnings og gekk í aðeins níu skipti eða m. ö. o. nánast „féll“ eins og það er kallað. Það var því ekki furða, þó að Morgunblaðið spyrði fullt hneykslunar í sérstakri grein, hvort Reyk- víkingar væru almennt „komnir á það menningarstig að vilja ekki sjá neitt annað í leikhúsum sínum en smeðjufulla ástarleiki með ógnar- hamingjusömum endi eða lapþunna gamanleiki, Frænkur og Tengda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.