Andvari - 01.01.1995, Side 50
48
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
aðhylltist hann sem sé enga jafnaðarstefnu, heldur lagði kalt mat á
hæfileika manna, bæði leikara og leikstjóra, og taldi sér í engu skylt
að hampa þeim, sem voru vegnir og léttvægir fundnir. Það hlaut því
að fara svo, að napur gustur léki á stundum um hann á Ríkisút-
varpinu, þó að hann léti sér fátt um finnast, a. m. k. á ytra borði, og
héldi í einu og öllu striki sínu. Honum mun hafa fallið verr, hversu
lítið var fjallað um útvarpsleikritin á opinberum vettvangi; a. m. k.
kvartar hann sárlega undan því í viðtali, sem birtist í Vikunni árið
1967.72 Leiklistarstjóri Útvarpsins var greinilega ekki haldinn þeirri
gagnrýnenda-fælni sem hefur lagst þungt á suma áhrifamenn í ís-
lensku leikhúsi síðustu tvo, þrjá áratugi og hann telur ekki eftir sér í
viðtalinu að nafngreina þann gagnrýnanda sem að hans dómi bar þá
af öðrum, Ólaf Jónsson.
Einn er sá þáttur í ævistarfi Þorsteins, sem nauðsynlegt er að minnast
á hér, og það er hlutdeild hans í þeirri endurreisn leikritunar, sem átti
sér stað á sjöunda áratugnum. Jóhanna Kristjónsdóttir segir frá því í
bók sinni um Jökul Jakobsson, sem gegndi vitaskuld lykilhlutverki í
þeirri sögu allri, að skáldið hafi gengið á fund Þorsteins, sem þá var for-
maður L. R., með Pókók. Áður hafði Jökull lagt verkið fyrir þjóðleik-
hússtjóra sem hafnaði því á þeirri forsendu, að svona „frasi“ passaði
ekki í Þjóðleikhúsið.73 Viðtökurnar urðu nokkuð aðrar hjá formanni
Leikfélagsins, eða eins og Jóhanna lýsir þeim: „’Já, þú kemur svei mér
færandi hendi’, sagði Þorsteinn sínum ráma rómi. Eins og hann hefði
lengi beðið eftir þessu. Hann lofaði að láta frá sér heyra innan tíðar.“74
Það loforð var ekki svikið. Jóhanna segir, að Jökull hafi verið Þorsteini
ævarandi þakklátur fyrir þessi viðbrögð, en óneitanlega er það svolítið
óskemmtileg tilhugsun í ljósi þeirra atvika, sem áður er greint frá, hvað
hefði orðið, ef svo hefði ekki hist á, að Þorsteinn var einmitt þetta eina
leikár í forsvari fyrir Leikfélagi Reykjavíkur. Síðar átti hann eftir að
gera ýmsum körlum Jökuls meistaraleg skil: Ananíasi í Gullbrúðkaupi,
Hinum Jóni í Afmœli í kirkjugarðinum, embættismanninum í Því miður
frú, Runólfi skósmið í sjónvarpsleiknum Rommi handa Rósalind, að
ógleymdum Davíð í Sumrinu ’37. Oddur Björnsson, sem hefur verið
eitt mikilvirkasta útvarpsleikskáld okkar á seinni árum, hóf einnig
feril sinn á tíma Þorsteins og sama máli gegndi um Agnar Þórðarson.
Þannig mynduðust lifandi tengsl milli hinna ungu leikskálda og leik-
listardeildar útvarpsins, þó að þeim væri því miður ekki haldið nógu
vel við eftir starfslok Þorsteins árið 1974.