Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 50

Andvari - 01.01.1995, Side 50
48 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI aðhylltist hann sem sé enga jafnaðarstefnu, heldur lagði kalt mat á hæfileika manna, bæði leikara og leikstjóra, og taldi sér í engu skylt að hampa þeim, sem voru vegnir og léttvægir fundnir. Það hlaut því að fara svo, að napur gustur léki á stundum um hann á Ríkisút- varpinu, þó að hann léti sér fátt um finnast, a. m. k. á ytra borði, og héldi í einu og öllu striki sínu. Honum mun hafa fallið verr, hversu lítið var fjallað um útvarpsleikritin á opinberum vettvangi; a. m. k. kvartar hann sárlega undan því í viðtali, sem birtist í Vikunni árið 1967.72 Leiklistarstjóri Útvarpsins var greinilega ekki haldinn þeirri gagnrýnenda-fælni sem hefur lagst þungt á suma áhrifamenn í ís- lensku leikhúsi síðustu tvo, þrjá áratugi og hann telur ekki eftir sér í viðtalinu að nafngreina þann gagnrýnanda sem að hans dómi bar þá af öðrum, Ólaf Jónsson. Einn er sá þáttur í ævistarfi Þorsteins, sem nauðsynlegt er að minnast á hér, og það er hlutdeild hans í þeirri endurreisn leikritunar, sem átti sér stað á sjöunda áratugnum. Jóhanna Kristjónsdóttir segir frá því í bók sinni um Jökul Jakobsson, sem gegndi vitaskuld lykilhlutverki í þeirri sögu allri, að skáldið hafi gengið á fund Þorsteins, sem þá var for- maður L. R., með Pókók. Áður hafði Jökull lagt verkið fyrir þjóðleik- hússtjóra sem hafnaði því á þeirri forsendu, að svona „frasi“ passaði ekki í Þjóðleikhúsið.73 Viðtökurnar urðu nokkuð aðrar hjá formanni Leikfélagsins, eða eins og Jóhanna lýsir þeim: „’Já, þú kemur svei mér færandi hendi’, sagði Þorsteinn sínum ráma rómi. Eins og hann hefði lengi beðið eftir þessu. Hann lofaði að láta frá sér heyra innan tíðar.“74 Það loforð var ekki svikið. Jóhanna segir, að Jökull hafi verið Þorsteini ævarandi þakklátur fyrir þessi viðbrögð, en óneitanlega er það svolítið óskemmtileg tilhugsun í ljósi þeirra atvika, sem áður er greint frá, hvað hefði orðið, ef svo hefði ekki hist á, að Þorsteinn var einmitt þetta eina leikár í forsvari fyrir Leikfélagi Reykjavíkur. Síðar átti hann eftir að gera ýmsum körlum Jökuls meistaraleg skil: Ananíasi í Gullbrúðkaupi, Hinum Jóni í Afmœli í kirkjugarðinum, embættismanninum í Því miður frú, Runólfi skósmið í sjónvarpsleiknum Rommi handa Rósalind, að ógleymdum Davíð í Sumrinu ’37. Oddur Björnsson, sem hefur verið eitt mikilvirkasta útvarpsleikskáld okkar á seinni árum, hóf einnig feril sinn á tíma Þorsteins og sama máli gegndi um Agnar Þórðarson. Þannig mynduðust lifandi tengsl milli hinna ungu leikskálda og leik- listardeildar útvarpsins, þó að þeim væri því miður ekki haldið nógu vel við eftir starfslok Þorsteins árið 1974.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.