Andvari - 01.01.1995, Page 51
andvari
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
49
Valur Gíslason og Porsteinn Ö. Stephensen í síðasta samleik sínum í Ríkisútvarpinu
(Alla leið til Ástralíu eftir Úlf Hjörvar, 1988).
Þegar árin færðust yfir tók margvíslegur heilsubrestur að sækja á.
Ellin varð Þorsteini þungbær og erfiðast var honum sjálfsagt að sætta
sig við, að röddin skyldi bregðast honum. Hæsi sú, sem hafði lengi
borið nokkuð á, tók mjög að ágerast upp úr sjötugu og mun hann þá,
a- m. k. um tíma, hafa viljað láta sem minnst til sín heyra. Skorti
hann þó ekki tilboð, bæði úr leikhúsum og útvarpi, og nokkrum sinn-
um lét hann tilleiðast að koma fram í smærri hlutverkum, flestum í
Þjóðleikhúsinu. Af þeim er yfirlætislaus mynd hans af gamla mann-
inum í Stundarfriði Guðmundar Steinssonar mér minnisstæðust; enn
ein þessara næmlegu mannlýsinga, sem virtust hafa sprottið fram á
fullkomlega fyrirhafnarlausan hátt, full af hlýjum friði og fínlegri
glettni, sem myndaði eins og vera bar sterka andstæðu við þann
fyrirgang og tilfinningakulda sem annars einkennir fjölskyldulíf
leiksins. í útvarpi lék hann einnig nokkur hlutverk, sum allstór og
þeirra veigamest Njál á Bergþórshvoli í Merði Valgarðssyni eftir Jó-
hann Sigurjónsson (1983). Svo skemmtilega vildi til, að hann lék
aðalhlutverkið í fyrsta leikritinu sem var tekið upp haustið 1987 í
4 Andvari '95