Andvari - 01.01.1995, Page 54
52
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
við stífluð klóök. Báðir eiga þeir til viðkvæmari strengi, sem höf-
undur og leikari spila fimlega á - auðvitað án allrar tilfinningasemi -
þegar á leik líður. En engum hlustanda getur eitt andartak blandast
hugur um, að þetta eru gerólíkir menn: skrifstofublókin nokkuð stór
upp á sig og glatar aldrei alveg embættislegum virðuleik, jafnvel eftir
að hún er orðin þátttakandi í sárri raun gömlu konunnar, sem hefur
týnt besta og sjálfsagt eina vini sínum, kisunni sinni; Ananías skap-
mikill, hlýr og þó nokkuð ástríðufullur undir þurrum skrápnum.
Þegar menn setja sig í stellingar við hátíðleg tækifæri til að hæla
virtum og viðurkenndum stórleikurum fyrir fjölhæfni, láta þeir oft
nægja að telja upp nöfn þeirra ólíku hlutverka, sem snillingurinn á
að hafa gætt lífi - öll að sjálfsögðu jafnvel, að því er manni helst
skilst. Það væri hægur vandi að skrifa þannig um Þorstein Ö. Steph-
ensen og var reyndar gert, bæði að honum lifandi og látnum, ef
minnið bregst mér ekki. En þó að leikarar, sem gera mikið úr miklu,
séu vissulega metfé, þá er ekki minna vert um þá sem geta gert mik-
ið úr litlu. Af orðum Þorsteins sjálfs má ráða, að hann hafi einmitt
talið það skilja endanlega milli feigs og ófeigs á grýttum brautum
listarinnar.
SKRÁ YFIR HLUTVERK ÞORSTEINS Ö. STEPHENSENS Á SVIÐI
* merkir, að hlutverkið sé varðveitt í hljóðritun eða í sjónvarpsupptöku. Rétt er að benda á,
að bæði Þjóðleikhúsið og L. R. hafa á síðari árum látið hljóðrita allar sýningar sínar eða
taka þær upp á myndband. Heimildir skrárinnar koma að nokkru leyti fram í aðaltexta rit-
gerðarinnar eða tilvísanaskránni hér að aftan, en aðalheimild hefur verið skrá Lárusar Sig-
urbjörnssonar sem er birt í bók Sveins Einarssonar, Leikhúsið við Tjörnina, ásamt skrám
Þjóðleikhússins.
í menntaskólaleikjum:
1923: Jesper fógeti, Erasmus Montanus e. Ludvig Holberg.
1924: Hermann von Bremen, Pólitíski leirkerasmiðurinn e. L. Holberg.
1925: Harpagon, Harpagon e. Moliére.
Hlutverk utan Leikfélags Reykjavíkur 1927 - 1932:
1927: Octavius de Langeais og Stromboli, Abraham e. Georges Berr og Louis Verneuil
(Reykjavíkurannáll h/f).
1928: Vielgeschrei, Flautaþyrillinn e. L. Holberg (Leikfélag stúdenta).