Andvari - 01.01.1995, Page 56
54
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
1962/63: Voss fulltrúi, Eðlisfrœðingarnir e. Friedrich Diirrenmatt.
1965/66: Pressarinn, Dúfnaveislan e. Halldór Laxness.* (stutt brot í hljóðritun útvarps varð-
veitt).
1967/68: Davíð, Sumarið ’37 e. Jökul Jakobsson.*
1979/80: Firs, Kirsuberjagarðurinn e. A. Tsjekhov.
Hlutverk í Þjóðleikhúsinu:
1950: Björn hreppstjóri, Fjalla-Eyvindur.
„ Arnas Arneus, íslandsklukkan e. Halldór Kiljan Laxness.*
1951/52: William, Hve gott og fagurt e. Somerset Maugham.
1965/66: Jóð 1, Jóðlíf e. Odd Björnsson.
„ Sam, Endasprettur e. Peter Ustinov.
1975/76: 1. guð, Góða sálin í Sezuan e. Bertolt Brecht.
1977/78: Sendiboði, Ödipús konungur e. Sófókles.
1978/79: Abbi, Sandur e. Agnar Þórðarson.
„ Örnólfur, Stundarfriður e. Guðmund Steinsson.*
1980/81: Sívert tollari, Könnusteypirinn pólitíski e. L. Holberg.
1985/86: Markó, Villihunang e. A. Tsjekhov og Michael Frayn.
1986/87: Jón alþingismaður, Uppreisnin á ísafirði e. Ragnar Arnalds.
UM HEIMILDIR
Við samningu þessarar ritgerðar hefur að sjálfsögðu verið stuðst við margvíslegar heimildir,
bæði ritaðar og munnlegar. Til þeirra er að jafnaði vísað annaðhvort í aðaltexta eða tilvís-
anaskrá. Af heimildarmönnum ber fyrst að nefna þær Dórótheu Breiðfjörð Stephensen,
ekkju Porsteins, og dóttur hans Guðrúnu, sem hafa bæði látið mér í té ýmis gögn og svarað
spurningum mínum af miklum fúsleik og hreinskilni. Af samstarfsmönnum hans frá fyrri tíð
nefni ég einkum þá Steindór Hjörleifsson, Baldvin Halldórsson og Einar Pálsson, sem ég
átti fróðleg samtöl við. Dr. phil. Jakob Benediktsson, fyrrum forstöðumaður Orðabókar Há-
skólans, greindi mér frá því, hvernig ráðningu hans í starf leiklistarstjóra bar að höndum. Þá
veitti náinn ættingi Þorsteins mér gagnlegar upplýsingar um æsku hans og uppvöxt, en baðst
undan því að vera nefndur á nafn og verður það því ekki gert hér.