Andvari - 01.01.1995, Page 64
RAGNHILDUR RICHTER
„Allar góðar skáldsögur eru sannar“
Um sögur Jakobínu Sigurðardóttur
Sumarið 1918 fæðist fátækum hjónum norður í Hælavík á Hornströndum
stúlkubarn, sitt fyrsta barn. Alls eiga börnin eftir að verða þrettán. Litla
stúlkan elst upp við að heyra að hún sé gáfuð og hún ætlar að nota gáfur
sínar. Hún vill ekki verða „eins og mamma og hinar konurnar á Ströndun-
um, giftast, hrúga niður krökkum, þræla nótt með degiul heldur ætlar hún
að ganga menntaveginn þótt hún þekki ekki leiðina inn á þann veg. En
menntavegurinn reyndist torfær og veganestið var of lítið til að hún kæmist
langa leið eftir honum. Hún varð að láta sér nægja einn vetur á kvöldskóla
í Reykjavík og einhverja einkakennslu til viðbótar við stutta barnaskóla-
göngu á Hornströndum.2
Pegar tímar liðu varð litla stúlkan reyndar eins og konurnar á Ströndun-
um að því leyti að hún giftist, eignaðist börn og var húsmóðir á fjölmennu
sveitaheimili. En hún gerði fleira. Á þrjátíu og fimm ára rithöfundarferli
komu út eftir hana ellefu bækur sem skipa henni í flokk merkustu rithöf-
unda okkar tíma. Vinnudagurinn hefur því verið langur og eins og margir
aðrir kvenrithöfundar beið Jakobína Sigurðardóttir (1918-1994) eftir nótt-
inni til að fá næði til ritstarfa að afloknum skyldustörfum.3
I inngangi sínum að Draumi um veruleika bendir Helga Kress á það ein-
kenni kvenrithöfunda „hve seint þær byrja að skrifa fyrir alvöru. Margar
ekki fyrr en um miðjan aldur þegar börnin eru uppkomin og mesti heimil-
iserillinn liðinn hjá.“4 Helga nefnir Jakobínu sem dæmi þar um, en
Jakobína var rúmlega fertug þegar fyrsta bók hennar kom út. Samt tókst
henni að skrifa fjórar skáldsögur, þrjú smásagnasöfn og einstakar endur-
minningar. Hver hefðu þá afköstin getað orðið hefðu ytri skilyrði verið
hagstæðari og tíminn til ritstarfa lengri og samfelldari?
Pótt Jakobína hæfi feril sinn á því að gefa út barnasögu5 og ljóðabók6 eru
það prósaverk hennar sem fyrst og fremst skapa henni stað í bókmennta-
sögunni, bæði smásögur, skáldsögur og endurminningar og það eru þau
verk sem hér eru til umfjöllunar.7