Andvari - 01.01.1995, Síða 69
andvari
„ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR"
67
þessum gamla tíma. Það eru alveg ógrynni sem hún veit um fólk, sem er löngu dáið
og gleymt og hún segir frá þessu eins og hún væri að þylja skáldsögu - (12)
grípur sú gamla fram í og gerir grein fyrir skáldskaparfræði sinni:
- Allar góðar skáldsögur eru sannar, Steina mín, grípur gamla konan fram í með
hægð. - Skáldskapur hefur ekkert gildi, nema hann sýni okkur lífið í ljósi sannleikans,
harma þess og hamingju, smæð mannanna og hetjuskap. (12)
Til þess að skáldskapur hafi gildi verður hann að þjóna sannleikanum og
hann á að sýna okkur bæði bjartar og dökkar hliðar lífsins.
Yfirlýsing gömlu konunnar hefur ákveðinn þjóðfélagslegan undirtón og
minnir um margt á hugmyndir raunsæismanna um að það sé hlutverk bók-
mennta að sýna mannlífið eins og það er, ekki eins og það ætti að vera.
Yfirlýsingin gæti nánast verið stefnuskrá Jakobínu sjálfrar sem í verkum
sínum sýnir íslenskt alþýðufólk sem heyr lífsbaráttu sína í óblíðri náttúru
°g við óhagstæð þjóðfélagsleg skilyrði. Enda villist það oft af leið og verður
úti, bókstaflega eins og ljósmóðirin í sögu gömlu konunnar, eða á táknræn-
an hátt eins og fjölmargar persónur Jakobínu sem lifa firrtu lífi við óþol-
andi aðstæður og upplifa sig sem peð í tafli annarra, þolendur eða fórnar-
lömb sem engu fá ráðið um gang lífs síns.
Þótt slíkt fólk hafi sjaldnast verið áberandi í aðalhlutverki viðurkenndra
bókmennta fer því fjarri að Jakobínu væri illa tekið, amast við verkum
hennar eða þau dæmd fáfengileg. Þvert á móti þótti hver ný bók hennar
tíðindum sæta.9 Og þótt vissulega megi heimfæra eftirfarandi viðbrögð
unga mannsins við sögu gömlu konunnar upp á viðbrögð bókmenntastofn-
unarinnar við verkum kvenna, þegar þau eru hvað jákvæðust, eiga þau
tsepast við um Jakobínu. Þegar húsmóðirin í sögunni afsakar móður sína og
reynir að þagga niður í henni segir ungi maðurinn: ,,-Lofaðu kellingunni að
tala, hún er bara skemmtileg.“ (12)
Jakobína er einn örfárra íslenskra kvenrithöfunda sem ekki hafa þurft að
kyngja slíkum viðtökum. Og henni var alltaf ljóst fyrir hverja hún var að
skrifa og í hvaða tilgangi. íslenskt alþýðufólk eru þeir lesendur sem hún
skrifar fyrir og hún vill að verk sín nýtist því fólki í baráttu fyrir bættum
kjörum og mannsæmandi lífi. Að hennar mati stangast bókmenntalegar
þarfir alþýðunnar á við kröfur bókmenntastofnunarinnar um efni bók-
ftiennta. Til að koma boðskap sínum á framfæri skrifar hún þess vegna sög-
ur sem hún telur að bókmenntastofnunin hafi ekki velþóknun á.