Andvari - 01.01.1995, Side 76
74
RAGNHILDUR RICHTER
ANDVARI
óhamingjuna. Eins og ég hef rakið hér að framan stillir Jakobína iðulega
upp aukapersónum sem búa við sömu félagslegu skilyrði en sem tekst að
varðveita hamingju sína þrátt fyrir fátækt og basl. Þannig skilur Jakobína
við lesendur sína, hún varpar upp átakanlegum myndum úr mannlífinu án
þess að eiga svör við þeim spurningum sem myndirnar vekja eða að finna
leið út úr ógöngunum fyrir persónur sínar. Þar verður hver lesandi að líta í
eigin barm.
. . hlœja að þjáningum hennar“
Aðspurð um kvenlýsingar sínar segist Jakobína ekki lýsa einstaklingsörlög-
um heldur því sem sé sameiginlegt. Og hún heldur áfram:
Ég hef lýst alls konar konum. Húsmæðrum, konunni sem ekki giftist í Dægurvísu,
slíkum konum er oft lýst af miklum fordómum, en ég vildi sýna að einnig hún hefur
allar mannlegar tilfinningar og hún á vini.13
Konan í Dægurvísu sem hér um ræðir er pipruð kennslukona á fimmtugs-
aldri. Henni finnst sér ekkert hafa hlotnast í lífinu og hún er full af beiskju
og þrá sem aldrei fær útrás:
Ó, þessir morgnar í maí. Þessi óeira innanbrjósts, sem varla er mögulegt að hemja.
Eins og það sé til nokkurs fyrir hana. Bara að þessi mánuður týndist úr árinu.
Þessi mánuður, þegar brumið springur og unga fólkið fer í vorfötin og fuglarnir
para sig og maður veit þetta allt saman einn. Síðan hún varð fertug, er þessi óeira
alltaf að ágerast með hverju nýju vori. Hún veit ekki nema fólkið taki eftir því, hlæi
að því. Ekkert er hlægilegra í augum fólksins en innibyrgð óeira í brjósti meykerling-
ar á fimmtugsaldri. En hún er alls ekki gömul. Nei! Nei! (16-17)
Hún öfundar konur sem eru giftar og eiga börn og finnst þeirra hlutskipti
vera hið rétta. Sjálfa sig á hún aftur á móti auðvelt með að samsama
skrípamyndum sem hún sér nemendur sína teikna:
Hún hefur stundum séð skrípamyndir, sem strákarnir í bekknum hennar hafa teikn-
að, af kerlingu með fuglsnef og skegg á efri vör. Guð minn góður! Eins og hún viti
ekki, að þessar myndir eiga að vera af henni. En þeir vita ekki, hvað hún hefir þjáðst
fyrir þennan hýjung. Og ekki heldur, hvað hún hefir reynt margt í von um að losna
við hann. En hann kemur alltaf aftur. Og þó þeir vissu það, mundu þeir teikna hana