Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 77
andvari
„allar GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR"
75
samt. Og hlæja að þjáningum hennar. Hvers vegna er þetta lagt á hana? Ef hún væri
gift, mundi enginn taka eftir þessum hýjung. (17)
Það er því hvorki hýjungurinn né fuglsnefið sem gera hana að skrípamynd í
eigin huga heldur er það eiginmannsleysið. Þótt Jakobína ætli sér að lýsa
ógiftu kennslukonunni fordómalaust og vilji sýna að hún hafi allar mann-
legar tilfinningar (en ekki hvað?) fellur hún í þá fordómagryfju að leggja
eingöngu áherslu á hvað kennslukonunni finnst hún lifa innantómu lífi og
hvað hún er ósátt við hlutskipti sitt. Hún gefur sér að kennslukonan hafi
ekki valið sér hlutskipti sjálf heldur orðið útundan og þrái ekkert frekar en
athygli karlmanns. Þar með tekur hún undir þá fordóma sem hún með
réttu segir einkenna lýsingar bókmenntanna á ógiftum konum.
Kennslukonan í Dœgurvísu hefur alla burði til að lifa ríkulegu lífi. Hún
er menntuð, aflar tekna, hefur ekki hrúgað niður börnum, eins og svo
margar fátækar alþýðukonur í sögum Jakobínu, og er þess vegna frjáls og
sjálfri sér ráðandi. I stað þess að njóta lífsins, eins og stöllur hennar í raun-
veruleikanum gera, gerir hún sig hlægilega með ástleitni sinni við ungan
námsmann í húsinu sem notfærir sér hana og fyrirlítur.
Þegar unga stúlkan í húsinu er flutt á fæðingardeildina hugleiðir kennslu-
konan líf sitt:
Hún sogar að sér reykinn og horfir á bílinn aka burt. Enginn hefir kallað á hana, eng-
inn þarfnast hennar. Systir hennar? Hún leitar ráða til menntuðu systur sinnar um
uppeldi og framtíð barna sinna. En hún á alltaf svo annríkt. Og hún hefir frá mörgu
að segja, sem eldri systir verður að hlusta á. Systir hennar þarfnast hennar ekki. Hún
tekur henni vel. Og það er gott að geta farið til hennar og notið sveitablíðu og sum-
ars. En hún gæti farið annað. Hún gæti brugðið sér út í sumar og séð ókunn lönd, séð
staði, sem maður hefur lesið um og heyrt aðra tala um. Hún hefir efni á því. Nei, það
er enginn sem þarfnast hennar. Blóðið byltist órólega í þroskuðum, ósnortnum lík-
ama hennar, en enginn þarfnast þeirrar orku. Ef hún ætti son. - Þó hann væri aum-
ingi. Kross, sem hún gæti enga stund skilið við sig. Ætti einhvern, sem hún hefði rétt
til að lifa fyrir, berjast fyrir, umvefja ástúðinni, sem flæðir um brjóst henni og frýs við
snertingu veruleikans, svo öfundin ein verður eftir. (153-154)
I raun og veru langar hana alls ekki að njóta frelsis síns og ferðast. Það sem
hún þráir heitast er að upplifa móðurhlutverkið, ekki til að fæða af sér og
ala upp nýjan einstakling heldur til þess að upplifa það að einhver þarfnist
hennar og að hafa einhvern til að fórna sér fyrir.
í ljósi þess hversu margar af alþýðukonum Jakobínu eru útslitnar og illa
farnar af barneignum er athyglisvert að kennslukonan, sem er laus undan
°ki barneigna og fátæktar, þráir ekkert heitar en barneign sem myndi færa
henni sinn kross að bera og sem myndi gera hana gjaldgenga í samfélaginu.
Þannig er ekki til vottur af uppreisn í ógiftu kennslukonunni, það eina