Andvari - 01.01.1995, Page 97
andvari
FERÐIR AÐ KRÖFLU- OG FREMRINÁMUM
95
Víti
(Eldgígur vestan undir Kröflufjalli)
Bar mig á brenndum auri
breiðar um funaleiðir
blakkur að Vítisbakka,
blæs þar og nösum hvœsir.
Hvar mun um heiminn fara
halur yfir fjöll og dali
sá er fram kominn sjái
sól að verra bóli.
Hrollir hugur við polli
heitum í blárri veitu,
Krafla með kynjaafli
klauf fjall og rauf hjalla;
grimm eru í djúpi dimmu
dauðaorg, þaðan er rauðir
logar yfir landið bljúga
leiddu hraunið seydda.
Kröflunámar
Ef ætlunin er að fara frá Reykjahlíð að brennisteinsnámunum við Kröflu,
þá er fyrst farin venjuleg leið til Námafjalls og þaðan áfram um Náma-
skarð, sem skerst í gegnum fjallið beint norðan við þann stað þar sem
brennisteinsmynduninni á þessum slóðum lýkur. Á vinstri hönd, eða til
norðausturs, opnast nú lítill dalur og er mestallur botn hans undir hrauni.
Uamhaldið frá Námafjalli afmarkar þennan dal mót vestri, og falleg fjalls-
hlíðin er vaxin birki- og víðirunnum. Innar á dalnum, austan megin, er sel
frá Reykjahlíð; dregur dalurinn nafn af því og heitir Seldalur, og fram með
selinu rennur lækur, sem þornar þó oft upp og er ekki annað rennandi vatn
^ærlendis. Hæð, sem rýkur úr og er þar skammt frá, gefur af sér dálítinn