Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 100

Andvari - 01.01.1995, Page 100
98 JÓNAS HALLGRÍMSSON ANDVARI holur nafar grjót grefur, grunar mig að seint muni Úlfur karl, þótt aur skjálfi, ámur fylla úr þeim nám. Fremrinámar Mývatnssveit afmarkast í suðaustri af um það bil þriggja mílna löngum fjallgarði sem liggur frá norðaustri til suðvesturs; í honum eru tvö fjöll, Hvannfell og Bláfjall, og milli þeirra gengur garður sem úr byggðinni er að sjá sem meðalhár fjallhryggur, en að baki rennur hann saman við hálendið þar handan við. Víðáttumikið flatlendið milli fjallgarðsins og vatnsins er allt undir hrauni; það eru svo mikil ógrynni af því og það er svo misgamalt, að ekki er gerlegt að átta sig á hraununum sem liggja hvert yfir annað, og ekki unnt að greina hvaðan allt þetta efni er komið. Leiðin til Fremrináma liggur austan við vatnið yfir þessi hraunflæmi og áfram upp yfir fjallshlíðina, á milli ofannefndra fjalla um slétta sandfláka til flatlendis sem er afgirt á tvær hliðar og nefnist Heilagsdalur; sendinn jarðveg- urinn er þar gróinn smágrastóm hér og hvar. Enda þótt þarna sé tæpast nokk- ur bithagi handa hestum ferðalangsins, getur augað þó glatt sig við grænan lit í þessu dapurlega og eyðilega umhverfi. Á votviðrasömum sumrum er þar einnig vatn að fá, þó í litlu sé, síðasta svaladrykkinn sem völ er á fyrir hest og mann á þessari leið. Staðurinn er um það bil 4 mílur suðaustur af Reykjahlíð og l'A mílu frá brennisteinsnámunum, en þangað liggur nú leiðin meira til austurs, sífellt á fótinn, um svo einkennilegt land, að eflaust fær enginn, sem fer þar um fyrsta sinni, varist því að kenna einstæðingsskapar, eins og stund- um getur gripið viðvaninga á sjó. Hið óskaplega hraunflæmi á þessum slóðum er storknað haf; hraunið er ekki hvasst, úfið og hrjúft eins og vant er um nýtt hraun, heldur blasir eyðileggingin við í stillilegum mikilfengleik sem ávallt er óaðskiljanlegur hluti reginafls. Langar, svartar öldur, jafnlangt sem augað eygir, taka við hver af annarri, svo háar að hafskip niðri í öldudölunum sæjust ekki hvert frá öðru siglupalla á milli. Engri lifandi skepnu, ekki einu skor- kvikindi, ekki einum fugli sem villst hefur af leið bregður fyrir í þessari auðn. Engin lind kliðar, ekki einu sinni veltandi steinn rýfur þögnina, allt er kyrrt og dautt, ef vind hreyfir ekki og regn eða él dynja ekki á hraunk- löppum. En ef það hvessir - í stormi, þá rótast þetta haf upp voðalega. í öllum lægðum, öllum sprungum og öldudölum er mikið af eldsandi sem vindurinn hvirflar upp og kæfandi rykmökkur hylur allt, langtum ægilegri en hríðarbyljir á vetrardögum, sem eru þó nógu ógnvænlegir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.