Andvari - 01.01.1995, Page 111
ANDVARI
BRÉF
109
ástæðu að jeg vissi það ekki sjálfur. Líka bið jeg að heilsa Jens Waage og
hinum leikurunum öllum. Jeg vona þó að jeg gæti ekki efnt mín loforð að
þjer sendið mjer nokkrar myndir frá „Premiernum“, jeg skal endurgjalda
það seinna með myndum frá Dagmar.
Með bestu óskum
er jeg yðar einlægur
Jóhann Sigurjónsson.
[Leikfélag Reykjavíkur er að undirbúa fyrstu sýningu á Bóndanum á Hrauni eftir Jó-
hann og hefur bersýnilega ráðist til um þá sýningu síðsumars, þegar Jóhann var á ís-
landi. Pöntuð eru leiktjöld hjá Carl Lund, einum helsta leikmyndateiknara Dana á
þessum árum, sem hafði verkstæði fyrir einkaleikhúsin í Höfn, og höfundur fylgist
með smíði þeirra og segir fyrir um tilhögun. Petta var ekki einsdæmi á þessum fyrsta
tug aldarinnar, alltaf þegar mikið þótti við liggja, voru pöntuð tjöld frá Kaupmanna-
höfn. Sýningin á Dagmar dróst og dróst og loks kom leikurinn upp í Höfn í mikið
breyttri mynd á Konunglega leikhúsinu þar 1913. Árni Eiríksson var formaður Leik-
félags Reykjavíkur á þessum árum og lék Sveinunga, aðalhlutverkið í „Bóndanum".]
Amagergade 12 III
Kaupmannahöfn 28. jan. 1909.
Kæri vin.
Jeg var að vonast eptir að fá frá yður línu með seinustu skipum um það
hvernig leikurinn hefði gengið en sú von brást, af því litla sem jeg hefi sjeð
af blöðum skilst mjer að hann hafi farið vel. Ekki veit jeg hver skrattinn
heldur í Dagmar en það lítur út fyrir að jeg eigi að fá að verða gráhærður
áður heldur en mjer auðnast að sjá hann leikinn hjer.
Annan jóladag hefði jeg feginn viljað vera í Reykjavík, en þó að hugur-
inn fljúgi þá er holdið of þungt til þess að geta fylgt með, jeg hálfbjóst við
þriðja í jólum að þjer eða einhver af mínum kunningjum senduð mjer eitt
eða tvö orð með símanum, en svo varð eigi, fyrstu frjettirnar um leikinn
fjekk jeg úr annara manna brjefum.
Nú ætla jeg að biðja yður bónar og hún er sú, að hafi leikurinn gengið 10
sinnum þegar þjer fáið þetta bréf og sjeu líkindi fyrir að hann gangi t.d. 5-6
sinnum til, þá að senda mjer með fyrstu ferð þær 50 kr. sem myndu koma í
minn hlut, jeg bið yður um þetta af því jeg er í afarslæmum peninga-
vandræðum vegna þess að vinir mínir í Danmörku og Noregi hafa brugðist
1 svip, auðvitað sendið þjer mjer ekki neitt hafi leikritið aðeins gengið fá
skipti.