Andvari - 01.01.1995, Page 112
110
JÓHANN SIGURJÓNSSON
ANDVARI
Jeg vona hvernig sem allt veltur að við eigum eptir að sjást og vinna sam-
an einhvern tíma í framtíðinni.
Með ósk um gleðilegt nýtt ár og góða líðan
er jeg yðar einlægur
Jóhann Sigurjónsson.
[Bóndinn á Hrauni var frumsýndur á annan dag jóla í Iðnó og urðu sýningar 9. Hinn
6. febr. sendir Arni Jóhanni Sigurjónssyni í pósti böggul og er uppgefið verð kr. 20.]
Amagergade 12 III11. 3. (?) 1909.
Kæri vin.
Ástarþakkir fyrir brjefin og myndirnar og peningana. Jeg leit vitlaust
eptir dagatalinu svo jeg get aðeins sent þessi fáu orð, lengra brjef næst.
Kyssið þjer Dagnýju litlu frá mjer, hún var guðdómleg og skilið þjer
hjartans kveðju til allra leikendanna.
Sveinungi lifi heill!
Yðar einlægur
Jóhann Sigurjónsson.
[Dagný var dóttir Árna og lék stundum barnahlutverk á þessum árum, t.d. þótti hún
afbragð sem Louison í „ímyndunarveikinni“ 1910, þegar faðir hennar hélt upp á 25
ára leikafmæli sitt. Að hverju orð Jóhanns vita er ekki kunnugt, en ein persóna í
leiknum er 11 ára tökubarn, Fríða, og ekki ósennilegt, að Dagný hafi leikið hana og
Jóhann séð mynd af henni.]
Charlottenlund, Johannevej 3, 7. 7. 1914.
Kæri vin.
Þakka þjer góða brjefið. Jeg tala fyrst um viðskiptin gömlu, jeg hygg að
það hafi aðeins verið Jens Waage sem jeg sendi nokkur skeyti, en hann hef-
ur sennilega ekki fengið þau. Annars sárnaði mjer dálítið að þegar jeg var
heima seinast sagði jeg við Waage að ef Eyvindur yrði leikinn þó ekki væri
nema 1 sinni eða 2svar yrði hann að láta mig vita, jeg skyldi svo senda hon-
um stytta og endurbætta útgáfu, lofaði hann en hefur gleimt eða þótt of
mikið stím. En sleppum að tala um það, nú eru viðskipti mín og leikhússins
hrein og bein, mjer hafa þau verið til gagns og ánægju og vona jeg að leik-
húsið geti sagt það sama.