Andvari - 01.01.1995, Page 115
andvari
BRÉF
113
eins vel þó það sje á dönsku sjeð hvort þú vilt leika hann og hvort tæki
muni vera til að sýna hann í vetur. Jeg sendi íslenskt eintak eins fljótt og
mjer er unnt. Stríðið lamaði minn sálarkrapt og því varð jeg seinna fyrir en
annars. Fyrst í dag fjekk jeg Johannesi Nielsen leikritið og er nú auðvitað
mjög forvitinn eptir svari, þó vona jeg fastlega að svarið verði gott í minn
garð og lofaði hann að lesa það innan þrigga daga. . Ef þjer lýst á leikritið
vildi jeg gjarnan selja það með sömu kjörum og Fjallaeyvind (15 krónur
fyrir kvöld og borgað fyrirfram fyrir 10 kvöld) og þarf jeg ekki að geta þess,
að peningar eru mjer kærkomnir því nú er þröngt í búi fyrir mjer eins og
fleirum - Berlín, Bremen, Dresden og Frankfurt a M. ætluðu að leika Ey-
vind fyrir nýár, en guð má vita hvað úr því verður í þessum ósköpum; er
það ljótur búhnykkur fyrir mig en þó skiptir það litlu á meðan það lán ligg-
ur fyrir íslandi og Danmörku að standa fyrir utan blóðsúthellingar.
Jeg hef ekki tíma til að skrifa meira í svip því pósthúsið lokar eptir
nokkrar mínútur og skipið fer í fyrramálið.
Jeg bið þig að svara mjer skyndilega og skyldi þjer lítast svo á verkið að
þú vilt taka það fyrir leikhúsið getum við seinna skrifast á um hlutverk og
annað.
Sittu heill og friður veri með þjer og landinu
þinn einlægur
Jóhann Sigurjónsson.
Nafnið á íslensku verður auðvitað Galdra-Loptur.
[Bréf þetta tekur af öll tvímæli um það, að Galdra-Loftur er fyrst saminn á dönsku og
ber heitið Önsket. Hann er fullbúinn á því máli í septemberbyrjun 1914, og þá fyrst
tekur Jóhann til við íslensku gerðina. Pegar Jóhann var að vinna að Fjalla-Eyvindi
virðist hann hafa unnið textann meira jöfnum höndum á dönsku og íslensku, þó að
danski textinn hafi fyrr verið fullbúinn, sbr. lýsingu Gunnar Gunnarssonar á þýðing-
arstarfinu í Jóhann Sigurjónsson: Rit, inng.]
Charlottenlund Johannevej 3, 8. október 1914.
Kæri vin.
Bestu þökk fyrir brjefið. Mjer þykir mjög vænt um að þið viljið leika
Galdralopt í vetur og vona jeg bæjarbúar taki vel á móti honum. Hann er
nu tekinn á konunglega leikhúsinu hjer og á kgl. Dramatíska leikhúsinu í
Stockholm, ekki veit jeg neitt með vissu hvenær hann verður leikinn, til
Andvari '95