Andvari - 01.01.1995, Side 117
andvari
BRÉF
115
sem næst daglega og stundum tvisvar á dag, þegar mikið þótti í húfi. Fróðlegt er að
sjá, hvernig Jóhann hefur breytt um skoðun hvað hlutverkaskipan snertir, en Stein-
unn varð eitt frægasta hlutverk frú Stefaníu, líkt og Halla varð eitt frægasta hlutverk
Guðrúnar Indriðadóttur.]
Charlottenlund Johannevej 3,13.11. 1914
Kæri vin.
Þá sendi jeg þriðja þátt. í öðrum þætti er lítilsháttar leiðrjetting, blaðsíðu
68: og ofan allan völlinn, á að vera: niður allan völl. Jeg bað þig eða Stefan-
íu um að nefna það við þig að reyna að útvega mjer útgefanda, hygg að það
muni verða til lítils. Því er jeg ekki bundinn fyr en. . .hefur samið við mig
og væri best að gjöra það með málþráði (?).
Jeg er þreyttur, klukkan er orðin 2. Seldi Galdralopt í dag til svenskra.
Þess innan (?) annars ekkert að frjetta. Líði þjer vel. Berðu Stefaníu kæra
kveðju.
Þinn einlægur
J. Sigurjónsson.
[Bóndinn á Hrauni birtist í bókarformi á íslensku 1908 en á dönsku 1912. Fjalla-
Eyvindur kom út á dönsku 1911, en sem neðanmálsprent á íslensku í Lögréttu 1. jan. -
1. maí 1912 og síðan í bókarformi sama ár. Galdra-Loftur kom út á íslensku 1915,
sama ár og danska gerðin kom út á bók.]
Charlottenlund Johannevej 3, 29. 1. 1915
Kæri vin.
Ástarþökk fyrir brjefið, peningana og sigurinn. Eins og þú hefur sjeð
varð Loptur á endanum leikinn á Dagmar, fólkið tók honum mjög vel en
Kritiken unnti mjer ekki sigursins, hann hefur verið leikinn í rúma viku,
þolanlega sóttur, en nú hygg jeg að dagar hans sjeu taldir, og er það ilt, því
þeir, sem á hann horfa gleðjast á hverju kveldi, en Kritiken hefur eitrað út-
frá sjer og verður nú við svobúið að una. Gaman væri að fá myndir af
leiknum heiman að. - Jeg breytti birtunni í fyrsta þætti, laumaði á eðlilegan
hátt Musik inn á flugteppið og bætti við stuttum endir - var það allt til
bóta.
Kær kveðja og þökk frá
þínum einlæga vini
Jóhanni Sigurjónssyni.
[Jóhann er vonsvikinn yfir sýningunni og viðtökunum í Danmörku, en þó að gagn-