Andvari - 01.01.1995, Síða 122
JÓN ÞORLÁKSSON
Stóra systir
Lítið minningabrot
Hér fer á eftir minningaþáttur sem faðir minn skráði á blöð fyrir hálfri öld. Eftir lát móður
minnar 1981 komust þessi blöð í mínar hendur ásamt bréfi sem fylgdi þeim frá öndverðu.
Bréfið er frá föður mínum til „stóru systur", sem hann nefndi svo, dags. 6. febrúar 1945. En
atvikin, sem sagt er frá, gerðust fyrir réttum 100 árum.
Faðir minn, Jón Þorláksson (1884-1951), var 20 síðustu ár ævinnar daglaunamaður og bók-
bindari á Akureyri. Hann fæddist í Stafnsholti í Reykjadal 16. mars 1884 og ólst upp í fyrstu
með foreldrum sínum á ýmsum bæjum í Þingeyjarsýslu, en Eyfirðingur var hann í báðar ætt-
ir. Þegar faðir hans dó á besta aldri 2. mars 1894 tók móðirin sig upp með skylduliði sínu frá
ísólfsstöðum á Tjörnesi og fluttist inn í Eyjafjörð, þar sem hún var fyrst í húsmennsku á
Jódísarstöðum.
Guðrún Jónsdóttir (1881-1959), sem hér er kölluð „stóra systir“, varð húsfreyja á Stóra-
Hamri í Eyjafirði 1907 og átti síðan heima þar til æviloka. Hún var gift Bolla Sigtryggssyni
(1884-1956), bónda á Stóra-Hamri. Guðrún var bróðurdóttir Kristínar Jónsdóttur, ráðskonu
í Möðruvallaskóla, móður Steindórs Steindórssonar skólameistara frá Hlöðum. Meðal hálf-
systkina Guðrúnar, samfeðra, voru Gunnlaugur Tryggvi, bóksali á Akureyri, og Helga, kona
Skafta frá Nöf, sem Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg hefir nýlega gert ágæt skil í eftir-
minnilegri ritgerð („Af Skafta frá Nöf og skylduliði", Skagfirðingabók 23. árg. 1994, bls. 7-
93).
Mér er það minnisstætt frá unglingsárum mínum, þegar ég var nýorðinn 15 ára, að faðir
minn sat við skriftir í stofunni heima í Munkaþverárstræti 6 á Akureyri. Hann hafði lagt
undir sig stofuborðið og breiddi þar úr blöðum sínum. Yfir þessu sat hann kvöld eftir kvöld
svo að ég fór að verða forvitinn. Aldrei vissi ég til þess að hann fengist við ritstörf, og ekki
minnist ég þess að hafa séð hann við skriftir umfram það að sinna reikningshaldi sínu vegna
bókbands og ef til vill að skrifa stutt sendibréf.
Mér fannst ekki viðeigandi að spyrja föður minn neins, en hafði það upp úr móður minni
að einhverjar minningar væri verið að festa á blað. Löngu eftir lát föður míns kom í ljós
hvað hann var að sýsla á þessum þorrakvöldum.
1 bréfinu til Guðrúnar á Stóra-Hamri segir hann svo í upphafi að loknu ávarpi (stafsetn-
ingin er mín):
„Blöðin, sem ég sendi þér ásamt þessu bréfi, eru uppkast af broti úr minningum frá ungl-
ingsárum okkar. Ég bið þig að lesa þau og leggja á þau þinn dóm, senda mér þau svo aftur,
án þess að þau fari margra á milli og lofa mér að vita bréflega, eða munnlega, hvað þú segir
um þelta.
Mér datt í hug að láta þetta koma einhvers staðar á prenti, þar sem segja mætti að það