Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 123

Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 123
ANDVARI STÓRA SYSTIR 121 ætti heima og þess vegna er það stílað eins og það er. En þetta get ég ekki nema að vita þinn vilja í þessu efni, því málið snertir þig svo mikið. Ég bið þig afsökunar á því, hvað illur frágangur er á þessum blöðum. Mér hefir ekki unnist tími til að umskrifa þau, svo þau yrðu aðgengilegri fyrir þig til lesturs.“ Um svar Guðrúnar er ekki kunnugt, en eftir lát hennar 1959 voru móður minni send þessi gögn. Eins og fram kemur í bréfinu hafði föður mínum dottið í hug að birta frásögu sína á prenti, en blöðin, sem hann sendi Guðrúnu, leit hann á sem uppkast. Lengi vel var ég óviss um hvað við þetta skyldi gera, uns Gísli Jónsson ýtti við mér í fróðlegri og skemmtilegri ritgerð sem heitir „Nýbjörg“ og birtist í sömu Skagfirðingabók og greinin um Skafta frá Nöf (sjá einkum bls. 118). Annar mætur maður og dómbær, sem sá þetta minningabrot hjá mér, hvatti mig einnig til að birta það, og er fyrirsögnin frá honum komin. En frásögnin sjálf er hér orðrétt eins og í „uppkastinu“. Ég hefi einungis lagfært augljós glöp og hagað stafsetn- ingu og greinarmerkjasetningu eftir mínu höfði. Lesendur eru beðnir að hafa hugfast að þetta minningabrot er ekki annað en uppkast, en það er nú birt með samþykki þeirra sem næst því standa. Ég þakka ritstjóra Andvara fyrir að taka góðfúslega við þessu efni til birtingar. Reykjavík 7. ágúst 1995 Baldur Jónsson Ég var að lesa í nýútkominni bók sem heitir Ungur var ég. Þetta eru minn- ingar ýmsra manna frá bernsku eða æskuárum þeirra. Allt í einu tók ég eft- ir því að ég var búinn að renna augunum yfir hverja línu á heilli blaðsíðu án þess að vita nokkuð hvað á blaðinu stóð. Orsökin til þessa var sú að minningar frá löngu liðnum tíma höfðu tekið huga minn svo föstum tökum að þar komst ekkert annað að. Þessar minningar voru svo skýrar og ljósar að því var líkast að ég sæti í leikhúsi og sæi glögglega það sem fram færi á leiksviðinu. Ég hratt þessu úr huga mér og fór aftur að lesa. En ég gat ekk- ert haft hugann við lesturinn. Fyrr en varði var hugurinn horfinn frá stund og stað og kominn langt aftur í tímann. Ég lagði því bókina frá mér og gaf mig minningunum á vald. Þetta varð til þess að ég festi það á blað sem hér fer á eftir. Veturinn sem ég varð 11 ára var móðir mín í húsmennsku á Jódísarstöð- um í Öngulsstaðahreppi hjá hjónunum Sigurði Halldórssyni og Sigríði Bjarnadóttur sem þar bjuggu þá. Hún hafði okkur þrjú systkinin hjá sér, mig og systur mínar tvær, sem báðar voru nokkru yngri en ég. Það þótti sýnilegt að mömmu væri ókleift að bjargast af með okkur systkinin öll, við þau skilyrði sem fyrir hendi voru, og var því rætt um að ég færi burtu og reyndi að vinna fyrir mér sjálfur. Þegar um þetta var talað við mig áttaði ég mig strax á því að þetta var alveg rétt. Ég varð að fara. Ég var því fús til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.