Andvari - 01.01.1995, Page 131
ANDVARI
ÁSTVINUR GUÐS
129
Steinkista Páls Jónssonar sem grafin var upp í Skálholti 1954.
um“ til mikillar veislu (413-4). Og þegar ákveðið er að taka upp bein Þor-
láks, hefur hann „alla höfðingja og hina vitrustu menn fyrir sér“ og síðan er
Brandi og fleiri höfðingjum boðið í „dýrlega veislu“ (417-8). Síðar segir frá
láti Brands og Absalons þó að þau hafi ekki bein áhrif á söguna. En þeir
eru hluti sömu heildar og Páll byskup, heilags bræðralags kirkjuhöfðingja.
Páll er aldrei einn í lifanda lífi og í dauða er kapp lagt á að tengja hann
öðrum. Sagt er að hann hafi verið „vígður til byskups á dögum Celestini
páfa af Absalone erkibyskupi á dögum Sverris kóngs.“ (433) Þannig er
hann í dauða tengdur konungi og tveimur kirkjuhöfðingjum, hinum stað-
fasta, meinláta herbyskupi Absalon og Celestínusi sem áður en hann varð
páfi var sendifulltrúi kirkjunnar, þekktur fyrir að miðla málum milli and-
legs og veraldlegs valds.20 Þá skipa viðbrögð náttúrunnar við láti Páls hon-
um á bekk með Gissuri ísleifssyni „er menn virðu mestan skörung verit
hafa á íslandi.“ (434) Páll er tengdur helgum samtíðarmönnum í vígslu
sinni en Skálholtsstaður og landið allt tengja hann Gissuri og Skálholtsbysk-
upum. Lýsing hans er ófullkomin nema í samhengi við aðra kirkjuhöfðingja.
Páll er röggsamur eins og Absalon og Gissur, maður sátta eins og Celestínus.
Það eru ekki aðeins byskupsvígslan og staðurinn sem tengja Pál öðrum
vígðum mönnum. Á þeim tíma var talið að sérstakt samband ríkti milli
dýrlings og þeirra sem báru nafn hans.21 Þannig tengist Páll byskup Páli
postula, helsta túlkanda Krists, höfðingjanum í hópi eftirmanna Krists,
ströngum og sínálægum.22 Tíminn verður og tengiliður Páls við helga menn.
Tímatal sögunnar er guðlegt eins og tímatal kirkjunnar á þeim tíma, tengist
9 Andvari '95