Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 135

Andvari - 01.01.1995, Page 135
ANDVARI ÁSTVINUR GUÐS 133 En ef það ætla nokkrir menn að fyrir ástar sakir hafi eg meira af tekið um frásögn ævi og lífs Páls byskups en efni sé til seld, þá eigu þeir ei rétt hafa að, að því stendur nærri meir í hug að eg hafi margt merkilegt látið eftir liggja í frásögn hans ævi fyrir fáfræðis sökum og ógá og leti að rita heldur en það að eg hafi neitt logið í frásögn. (422)43 Þetta ritklif ítrekar að Páll er ekki frábrugðinn öðrum vinum Guðs. Innst inni eru þeir eins. Hinar byskuplegu dyggðir Hann var ráðvandur og rækinn að tíðagjörð. Hann var meinlætasamur í föstum og í klæðabúningi. Hann hafði og ákenning allra hluta þeirra er hann mátti var við verða að hinn sæli Þorlákur byskup hafði á sínum háttum, lítillæti og ölmusugæði, harðlífi og þolinmæði sem hvortveggi þeirra varð, von margri og mikillri í sínum byskups- dómi. (419) Hér er lýst dyggðum Páls. Ef nafni Þorláks frænda hans væri sleppt myndi sú lýsing tæpast duga sem vísbending í spurningaleiknum: Hver er maður- inn? Höfuðdyggðir þær sem hér eru nefndar einkenna flestöll viðföng helgirita, eru ekki lýsandi fyrir Pál sem einstakling en tengja hann við þá heild sem hann er hluti af. A dögum Páls var litið á dyggðir sem ytri ásýnd kærleikans. Gregoríus mikli setti trú (fides), von (spes) og kærleika (carit- as) ofar öðrum dyggðum og byggði þar á Páli postula.44 Tómas frá Akvínas kom síðar dyggðunum í skipulag þar sem við hinar þrjár guðlegu dyggðir bætast fjórar mannlegar höfuðdyggðir (réttlæti, hugrekki, viska og hóf- semi) og spegla þrjá hluta sálarinnar.45 Ávæningur að svipuðu kerfi er í eldri ritgerð Alcuins Um kostu og löstu (De virtutibus et vitiis) sem er þekkt meðal norrænna manna um 120046 og því notuð hér til samanburðar. Hér að ofan var von „mörg og mikil“ nefnd meðal kosta Páls. Óbilandi trú er líka ein af dyggðum hans: „En enginn trúði fyrr né framar en hann dýrð og heilagleik hins sæla Þorláks byskups, þótt hann færi með varúðleg- ar en aðrir.“(417) Af þeim þremur sambornu systrum, sem allar fá heiðurs- sess í riti Alcuins,47 er kærleikurinn þó veigamestur í lýsingu Páls. Hann er ástúðlegur kirkjuhöfðingi, „blíður og þekkur . . . við alla sína undirmenn og . . . svo ástsæll við alþýðu alla að allir unnu honum hugástum“. Hann þykir „öllum mönnum ástgóður“ og vill vinum sínum „í öllu ástúð sýna“ (415, 422, 428). Önnur orð sem notuð eru til að lýsa honum eru blíðlæti, gæska og góðvilji (426, 428, 433). Ef til vill er hér um að ræða áhrif frá munklífinu í Héraðsvaði þar sem Páll dvelur fyrir byskupsvígslu (413), það var Cistersíanaklaustur.48 Cistersíanar lögðu höfuðáherslu á bróðurást og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.