Andvari - 01.01.1995, Page 135
ANDVARI
ÁSTVINUR GUÐS
133
En ef það ætla nokkrir menn að fyrir ástar sakir hafi eg meira af tekið um frásögn ævi
og lífs Páls byskups en efni sé til seld, þá eigu þeir ei rétt hafa að, að því stendur nærri
meir í hug að eg hafi margt merkilegt látið eftir liggja í frásögn hans ævi fyrir fáfræðis
sökum og ógá og leti að rita heldur en það að eg hafi neitt logið í frásögn. (422)43
Þetta ritklif ítrekar að Páll er ekki frábrugðinn öðrum vinum Guðs. Innst
inni eru þeir eins.
Hinar byskuplegu dyggðir
Hann var ráðvandur og rækinn að tíðagjörð. Hann var meinlætasamur í föstum og í
klæðabúningi. Hann hafði og ákenning allra hluta þeirra er hann mátti var við verða
að hinn sæli Þorlákur byskup hafði á sínum háttum, lítillæti og ölmusugæði, harðlífi
og þolinmæði sem hvortveggi þeirra varð, von margri og mikillri í sínum byskups-
dómi. (419)
Hér er lýst dyggðum Páls. Ef nafni Þorláks frænda hans væri sleppt myndi
sú lýsing tæpast duga sem vísbending í spurningaleiknum: Hver er maður-
inn? Höfuðdyggðir þær sem hér eru nefndar einkenna flestöll viðföng
helgirita, eru ekki lýsandi fyrir Pál sem einstakling en tengja hann við þá
heild sem hann er hluti af. A dögum Páls var litið á dyggðir sem ytri ásýnd
kærleikans. Gregoríus mikli setti trú (fides), von (spes) og kærleika (carit-
as) ofar öðrum dyggðum og byggði þar á Páli postula.44 Tómas frá Akvínas
kom síðar dyggðunum í skipulag þar sem við hinar þrjár guðlegu dyggðir
bætast fjórar mannlegar höfuðdyggðir (réttlæti, hugrekki, viska og hóf-
semi) og spegla þrjá hluta sálarinnar.45 Ávæningur að svipuðu kerfi er í
eldri ritgerð Alcuins Um kostu og löstu (De virtutibus et vitiis) sem er
þekkt meðal norrænna manna um 120046 og því notuð hér til samanburðar.
Hér að ofan var von „mörg og mikil“ nefnd meðal kosta Páls. Óbilandi
trú er líka ein af dyggðum hans: „En enginn trúði fyrr né framar en hann
dýrð og heilagleik hins sæla Þorláks byskups, þótt hann færi með varúðleg-
ar en aðrir.“(417) Af þeim þremur sambornu systrum, sem allar fá heiðurs-
sess í riti Alcuins,47 er kærleikurinn þó veigamestur í lýsingu Páls. Hann er
ástúðlegur kirkjuhöfðingi, „blíður og þekkur . . . við alla sína undirmenn
og . . . svo ástsæll við alþýðu alla að allir unnu honum hugástum“. Hann
þykir „öllum mönnum ástgóður“ og vill vinum sínum „í öllu ástúð sýna“
(415, 422, 428). Önnur orð sem notuð eru til að lýsa honum eru blíðlæti,
gæska og góðvilji (426, 428, 433). Ef til vill er hér um að ræða áhrif frá
munklífinu í Héraðsvaði þar sem Páll dvelur fyrir byskupsvígslu (413), það
var Cistersíanaklaustur.48 Cistersíanar lögðu höfuðáherslu á bróðurást og