Andvari - 01.01.1995, Page 145
GILS GUÐMUNDSSON
Rán eða ræktun
Guðmundur Davíðsson, frumkvöðull náttúruverndar
á Islandi
1
Guðmundur Davíðsson var Vatnsdælingur að ætt, fæddur 8. nóvember
1874, sonur hjónanna Davíðs Davíðssonar bónda í Kárdalstungu og konu
hans Þuríðar Gísladóttur. Þau hjón eignuðust átta börn, og var Guðmund-
ur næstyngstur. Ólst hann upp í Kárdalstungu til átta ára aldurs, en fluttist
þá með foreldrum sínum að Kötlustöðum í Vatnsdal. Þar var hann síðan
heimilisfastur til 23 ára aldurs, er hann gerðist starfsmaður hjá Pétri Sæ-
mundsen verslunarstjóra á Blönduósi. Haustið 1898 fór Guðmundur suður
til Hafnarfjarðar og hóf nám í Flensborgarskóla. Vorið 1900 varð hann
gagnfræðingur þaðan, en nam næsta vetur við kennaradeild Flensborgar-
skóla og lauk kennaraprófi 1901.
Fátt er heimilda um æsku og uppvöxt Guðmundar. Á efri árum samdi
hann ritgerð um Vatnsdal og birtist hún í tímaritinu Óðni. Þar kemur ljós-
lega fram að honum þykir mikið til æskusveitarinnar koma, fegurðar henn-
ar og landkosta, og ber til hennar hlýjan ræktarhug. Telur hann einnig að
þar hafi verið mannval meira og grónara menningarlíf en almennt í sveit-
um.
Snemma mun Guðmundur hafa sýnt þess óræk merki að hann var athug-
ull og fróðleiksfús og hafði áhuga á dýrum og jurtum og margvíslegum fyr-
irbrigðum náttúrunnar. Glöggur vottur þess er frásögn hans af selkóp í
fóstri, sem hann færði löngu síðar í letur, af því tilefni að þá hvatti hann til
þess að gerðar yrðu tilraunir með selaeldi; gæti það orðið mönnum til
ánægju og ef til vill arðvænleg búgrein.
í grein, sem birtist í Tímanum 30. okt. 1947, segir Guðmundur eftirfar-
andi sögu:
„Fá eða engin dýr í náttúrunni eru auðtamdari en selur. Hann er mein-
laus, sviphreinn og líkist helst hundi að skaplyndi. Hann er fylgispakur hús-