Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Síða 146

Andvari - 01.01.1995, Síða 146
144 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI bónda sínum og þykir vænt um hann, og gegnir strax þegar á hann er kall- að. Nokkru fyrir aldamótin síðustu hafði ég sel undir höndum mikinn part úr sumri; er mér því allvel kunnugt um skapgerð þessa dýrs. Kópurinn var tekinn nýgotinn úr sjó og borinn heirn að mannabústað. Fyrstu dagana eftir að þangað kom var hann nærður á nýmjólk, sem látin var í kaffikönnu, stútnum síðan stungið upp í kópinn og látið renna ofan í hann eins og nýborinn kálf. Því næst var búin út handa honum tútta og látin í mjólkur- flösku. Tottaði hann ákaft mjólkina eins og pelabarn, þegar túttunni var stungið upp í hann. Þegar frá leið var honum gefinn ósaltur fiskur, síld og kjöt og ýmsar matarleifar, sem til féllu. Ekki var honum um það gefið fyrst í stað að fara í vatn til að baða sig. Hann skreið lengi vel hvað eftir annað í land, þó að honum væri kastað út í. Og sundtökin voru honum ekki tiltæk fyrst í stað. En þó fór svo að lokum að hann kunni vel við sig í vatninu. Það brást ekki að hann gegndi strax og á hann var kallað, hvar sem hann var staddur. Jafnan var hann blíðlyndur eins og hvolpur. Hann var látinn liggja í opnum kassa úti að nóttu til. Gat hann því farið allra sinna ferða að nóttu sem degi. Hann át úr lófa manns, það sem að honum var rétt og hagaði sér ætíð eins og hann ætti vinum að fagna, þegar hann var hjá fólki. Síðla sum- ars hvarf hann á brott eina nótt og sást ekki framar. Var haldið að hann hefði farið úr bæli sínu út í sjó til að leita sér að æti, en slæðst síðan til villi- sela, sem þarna voru jafnan á sveimi og þeir lokkað hann með sér.“ 2 Eftir að Guðmundur Davíðsson hafði lokið kennaraprófi hélt hann norður á æskustöðvar sínar og gerðist barnakennari í Vatnsdal. Þeim starfa gegndi hann um tveggja vetra skeið, 1901-1903. Haustið 1903 gerðist hann kennari við unglingaskóla Sigurðar Þórólfssonar í Búðardal. Þar var hann einnig í tvo vetur. Haustið 1906 fékk Guðmundur kennarastöðu við barnaskólann í Reykjavík, þar sem hann kenndi síðan samfellt til 1931. Ahugi Guðmundar á ræktunarstörfum, einkum skógrækt, mun snemma hafa komið í ljós. Lýsti hann sér brátt í því að hann varð sér úti um erlend rit um efnið, fyrst á dönsku og norsku, en brátt einnig á ensku. Leið ekki á löngu uns hann varð öðrum íslendingum fróðari um ræktunarstörf Breta og þó einkum Bandaríkjamanna, en til Vesturheims sótti hann hugmyndir sínar um þjóðgarða og margháttaða náttúruvernd. Ahugi á skógrækt var í aldarbyrjun að vakna hér á landi. Nokkrir menn í Reykjavík höfðu stofnað skógræktarfélag kringum aldamótin, aðallega vegna áhrifa frá erlendum mönnum, sem fyrstir störfuðu að skógræktar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.