Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Síða 158

Andvari - 01.01.1995, Síða 158
156 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI Noregi, en telur þó Bandaríkjamenn lengst komna á þessu sviði. Aðferð- irnar við fiskiklak séu vel kunnar. Ástæðan til þess að klak sjófiska hafi ekki verið reynt hér við land sé sú, að enn hafi ekki þótt taka því að baka sér fyrirhöfn og kostnað sem slíkt hafi í för með sér. Síðan segir Guð- mundur: „En það liggur í augum uppi að til vandræða horfir í framtíðinni, ef rækt- unartækin ná ekki jafnmikilli fullkomnun og útbreiðslu á öllum sviðum og veiðitækin, og látin standa jafnframt þeim . . . Síðan land byggðist hefur enginn, svo kunnugt sé, gert tilraun til að sá svo miklu sem einu einasta fræi - fiskhrogni - í hinn mikla Vitaðsgjafa, hafið kringum ísland, sem ávextirnir eru þó hirtir úr í sífellu, í þeim tilgangi að rækta það. Ekki einum einasta frjóanga verið hlíft, í því skyni að sjá uppskerunni borgið . . . En það sannast, að gæði hafsins þrjóta og hverfa með öllu, verði ekki frjóang- inn varðveittur og ræktaður, sem uppskeran byggist á. Maðurinn hefur í sjálfu sér engan rétt til að helga sér ávextina af því sem náttúran framleiðir, nema því aðeins að hann sái til þeirra, og fyrr getur uppskeran ekki talist heiðarleg.“ Rúmsins vegna verður að fara fljótt yfir sögu og greina mjög stuttlega frá hugmyndum Guðmundar um framkvæmd fiskiræktarinnar. Nýstárleg hefur sjálfsagt þótt sú tillaga hans að fá þjóðir, sem stunda fiskveiðar að staðaldri hér við land, til að taka með fjárframlögum þátt í fiskiklakinu. Sé það á all- an hátt menningarlegra en hið gegndarlausa kapphlaup sem nú eigi sér stað milli íslenskra og erlendra fiskimanna um það, hvorir meira og fyrr geti lagt fiskimiðin við landið í auðn. Yrði að því stórfellt gagn til frambúð- ar, ef takast mætti að fá hinar erlendu fiskveiðiþjóðir til samvinnu um „að bera ábyrgð á verndun fiskimiðanna“. Leggur Guðmundur til að skipuð verði nefnd vísra manna til þess að at- huga: „1. Á hvern hátt væri hægt að koma hér á fót fiskaklaki í stórum stíl, á einum eða tveimur stöðum kringum landið. 2. Hvaða þátttöku mætti vænta hjá öðrum þjóðum, sem fiska hér við land, til að styrkja slíka stofn- un. 3. Og hvernig haganlegast yrði fyrir komið að hafa lögreglueftirlit með fiskiveiðum erlendra sem innlendra sjómanna hér við land.“ Undir lok ritgerðar sinnar fjallar Guðmundur um nauðsyn þess að stofna hér á landi náttúruverndarfélag. Um þá hugmynd segir hann: „Ef skoðun manna á tilverurétti þeirra fáu dýrategunda hér á landi ætti að breytast frá því sem nú er, þyrfti að stofna öflugt náttúruverndarfélag, er hefði það fyrir markmið að vernda allar villtar skepnur, sem finnast í náttúru landsins og ennfremur allar sjaldgæfar jurtir. Slíkt félag skyldi og gangast fyrir því að auðga náttúru landsins með því að flytja inn erlend dýr og jurtir, sem vissa er fyrir að hér gætu lifað og dafnað. Það skyldi og gera tilraunir til að rækta þau dýr, sem vissa er fyrir að gæfu af sér arð.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.