Andvari - 01.01.1995, Síða 158
156
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Noregi, en telur þó Bandaríkjamenn lengst komna á þessu sviði. Aðferð-
irnar við fiskiklak séu vel kunnar. Ástæðan til þess að klak sjófiska hafi
ekki verið reynt hér við land sé sú, að enn hafi ekki þótt taka því að baka
sér fyrirhöfn og kostnað sem slíkt hafi í för með sér. Síðan segir Guð-
mundur:
„En það liggur í augum uppi að til vandræða horfir í framtíðinni, ef rækt-
unartækin ná ekki jafnmikilli fullkomnun og útbreiðslu á öllum sviðum og
veiðitækin, og látin standa jafnframt þeim . . . Síðan land byggðist hefur
enginn, svo kunnugt sé, gert tilraun til að sá svo miklu sem einu einasta
fræi - fiskhrogni - í hinn mikla Vitaðsgjafa, hafið kringum ísland, sem
ávextirnir eru þó hirtir úr í sífellu, í þeim tilgangi að rækta það. Ekki einum
einasta frjóanga verið hlíft, í því skyni að sjá uppskerunni borgið . . . En
það sannast, að gæði hafsins þrjóta og hverfa með öllu, verði ekki frjóang-
inn varðveittur og ræktaður, sem uppskeran byggist á.
Maðurinn hefur í sjálfu sér engan rétt til að helga sér ávextina af því sem
náttúran framleiðir, nema því aðeins að hann sái til þeirra, og fyrr getur
uppskeran ekki talist heiðarleg.“
Rúmsins vegna verður að fara fljótt yfir sögu og greina mjög stuttlega frá
hugmyndum Guðmundar um framkvæmd fiskiræktarinnar. Nýstárleg hefur
sjálfsagt þótt sú tillaga hans að fá þjóðir, sem stunda fiskveiðar að staðaldri
hér við land, til að taka með fjárframlögum þátt í fiskiklakinu. Sé það á all-
an hátt menningarlegra en hið gegndarlausa kapphlaup sem nú eigi sér
stað milli íslenskra og erlendra fiskimanna um það, hvorir meira og fyrr
geti lagt fiskimiðin við landið í auðn. Yrði að því stórfellt gagn til frambúð-
ar, ef takast mætti að fá hinar erlendu fiskveiðiþjóðir til samvinnu um „að
bera ábyrgð á verndun fiskimiðanna“.
Leggur Guðmundur til að skipuð verði nefnd vísra manna til þess að at-
huga: „1. Á hvern hátt væri hægt að koma hér á fót fiskaklaki í stórum stíl,
á einum eða tveimur stöðum kringum landið. 2. Hvaða þátttöku mætti
vænta hjá öðrum þjóðum, sem fiska hér við land, til að styrkja slíka stofn-
un. 3. Og hvernig haganlegast yrði fyrir komið að hafa lögreglueftirlit með
fiskiveiðum erlendra sem innlendra sjómanna hér við land.“
Undir lok ritgerðar sinnar fjallar Guðmundur um nauðsyn þess að stofna
hér á landi náttúruverndarfélag. Um þá hugmynd segir hann:
„Ef skoðun manna á tilverurétti þeirra fáu dýrategunda hér á landi ætti
að breytast frá því sem nú er, þyrfti að stofna öflugt náttúruverndarfélag,
er hefði það fyrir markmið að vernda allar villtar skepnur, sem finnast í
náttúru landsins og ennfremur allar sjaldgæfar jurtir. Slíkt félag skyldi og
gangast fyrir því að auðga náttúru landsins með því að flytja inn erlend dýr
og jurtir, sem vissa er fyrir að hér gætu lifað og dafnað. Það skyldi og gera
tilraunir til að rækta þau dýr, sem vissa er fyrir að gæfu af sér arð.“