Andvari - 01.01.1995, Side 168
166
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Pessum orðum fylgdi síðan hörð ádrepa á íslenska kirkju og þjóna henn-
ar, fyrir skort á kristilegri afstöðu gagnvart dýrunum. Höfundur fullyrðir að
kirkjan hafi aldrei beitt sér í alvöru fyrir verndun neinna villtra dýra eða
hvatt menn til að sýna þeim miskunn og réttlæti. „Hún hefur aldrei tekist á
hendur að vinna fyrir allsherjar dýravernd á grundvelli trúarbragðanna,
eða fórnað neinu til að koma í veg fyrir útrýmingu dýra með veiðiskap.
Allir viðurkenna þó að Drottinn er höfundur dýranna eins og mannanna.“
Guðmundur heldur því fram að bæði fyrr og síðar hafi ýmsir þjónar
kirkjunnar gengið rösklega fram við dýraveiðar og gert aðra út til sama at-
hæfis. Þess finnist jafnvel dæmi að prestar hafi „gefið mönnum leyfi til að
drepa niður villtar skepnur á helstu stórhátíðum ársins, hvað þá heldur
aðra daga.“
Og Guðmundur heldur áfram:
„Guðfræðingar ættu að vera eins vel að sér í náttúrufræði og biblíufræði
og jafnfærir um að glæða trú og siðgæði hjá fólkinu með tilvitnunum í verk
skaparans í náttúrunni eins og með orðum hans í biblíunni. Ef Guðsríki er
ekki að finna í náttúrunni, sem menn lifa og hrærast í, þarf ekki að leita að
því annarsstaðar. Öll þekking á náttúrunni og lögum hennar er vitnisburð-
ur um sannleikann, og þar sem hann ríkir getur ekkert blint trúarofstæki
eða villukenning þrifist. Náttúran segir aldrei ósatt, en hún er oft misskilin.
Með þessu er ekki verið að boða náttúrudýrkun í staðinn fyrir guðsdýrk-
un, heldur er hér bent á að nota verk skaparans, sem náttúran ber vitni um,
til að þroska og fullkomna andlega hæfileika manna, hliðstætt því sem nú
er reynt að gera með orðum biblíunnar einum saman.“
8
Guðmundur Davíðsson hélt áfram alltíðum skrifum í blöð um áhugaefni
sín allt fram á haustið 1947, en lítt eftir það, enda mun þá starfsþrekið hafa
verið tekið mjög að bila. Hér verða þau skrif ekki rakin, enda kom þar
ekki margt nýtt fram, en hamrað af mikilli elju á mörgu því sem verið hafði
kjarninn í eldri skrifum. Einkum greip Guðmundur nú pennann til að
gagnrýna ýmsar ómannúðlegar veiðiaðferðir og umdeilanleg vinnubrögð
við fækkun eða útrýmingu svonefndra meindýra. Skal loks í því sambandi
vikið að einni blaðagrein frá þessu síðasta skeiði ritferils hans. Sú grein
birtist í Tímanum 2. apríl 1945 og hét Meindýr og eiturlyf. Undirtitill var:
„Eyðing dýra með eitri er að forsmá starf náttúrunnar og óvirða verk skap-
arans.“
Tilefni greinarinnar var það að nýkomin var út bókin Meindýr eftir Geir