Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 83
Bréi' í'rá Baldvin Einarssyni.
79
landbúnaði ydr höfuð; þetta allt sýndist að leyfa okkr að
álykta, að þótt landið hefði á seinni öldum töluvert gengið
af sér, mundi enn margt bæta mega af því, er þar tíðkast,
og að velmegun mundi verða meiri og almennari, et al-
menníngr i'engi grundaða þekkíngu á húnaðarháttum og
þvi sem þar að lýtr.
Enn l'remur þóttumst við hafa tekið eptir, að þenking-
arháttr landsfólksins hefði töluvert umbreytst, síðan kaup-
höndlanin var leyst, einkum nálægt hinum stærri kaup-
túnum, al' umgengni við útlendskan kaupstaðaskríl, og
þykjumst við sjá ofan á, að þessi breytíng heldr muni
hneigjast til hins verra, ei' ekki er leitast við í líma að
bægja stefnu hennar til hins betra, með því að sýnamönn-
um ofan á það, að það er ekki allt gull sem glóir, eða
með öðrum orðum, að fátt ai' því sem tíðkast i kaupstöð-
um er hentugt í'yrir almúga, en margt þar á móti yfrið
skaðlegt, og á hina síðuna með því að benda mönnum til
þeirrar atorku sem maðr verðr var um(!) lijá útlendum,
og gefa nákvæma útlistun yfir allt hvað þarað lýtr, hvar-
við einhverjir með tímanum kynnu að uppörfast til írekari
framkvæmda og stærri fyrirtækja en nú tiðkast i landinu,
hvar slíkt er bundið vanaleysisins og þekkíngarleysisins
íjötrum.
Við vissum að gott barnauppeldi og uppi’ræðíng er sá
óbrigðulasti grundvöllr fyrir velgengni og farsæld einstakra
manna og heillra landa, en við þóttumst iíka vita, að þetta
væri ekki allri alþýðu svo ljóst sem skyldi, og mundi
henni meira bagga vanþekkíng en viljaleysi til að uppala
niðja sína vel; við héldum þess vegna, að það mundi því
nauðsynlegra að gefa henni góðan leiðarvísir til þess, sem
engir almúgaskólar eru til í landinu, og ekki eru líkindi
til, að þeir nokkurntíma verði stiptaðir.
Við héldum nú, að ef það auðnaðist að útbreíða betrí-
þekkingu um þetta á meðal almúgans, þá mundi velmeg-
unin verða meiri og almennari á góðu árunum, hallærin
minna mannskæð, og fólksfjöldinn, sem nú er orðin(n) svo
mikill sem þá hann hefir verið mestr síðan pláguna stóru
— ekki bera landið ofrliða, þó hann*) yxi meira.
*) 1 handr. hún.